Categories
viðburðir

Sögulega manna- og bæjatalið kynnt á vettvangi DARIAH-EU

Tími: föstudaginn 5. apríl 2024 kl. 9:30-10:30 (11:3-12:30 CET)

Hvar: á netinu

Föstudaginn 5. apríl mun Pétur Húni Björnsson halda erindi um sögulega manna- og bæjatalið á vegum DARIAH-EU samtakanna. Viðburðurinn, sem er öllum opinn, er hluti af Friday Frontiers fyrirlestraröðinni.

Nánari upplýsingar má finna á vef DARIAH-EU.