Categories
viðburðir

Málþing um menningararf og sýndarveruleika

Málþing um sýndarveruleika og menningararf verður haldið 20. október 2023. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Categories
viðburðir

Kynning á nýjum gagnagrunnum

Tími: miðvikudaginn 13. september 2023 kl. 11:00

Staður: Þjóðarbókhlaða, fyrirlestrarsalur 2. hæð

Opnað hefur verið fyrir aðgengi að tveimur gagnagrunnum sem unnir voru fyrir tilstuðlan Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista sem munu gerbylta aðgengi annars vegar að upptökum úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar á vefnum Ísmús og hins vegar að handskrifuðum skjölum á fyrri tíð.

Fyrra verkefnið, Talgreining á Ísmús og uppbygging textasafns fyrir eldra talmál var unnið í samstarfi við Árnastofnun og tæknifyrirtækið Tíró og snérist um gerð talgreinis sem þjálfaður var með hljóðupptökum úr Þjóðfræðisafninu. Upptökurnar hafa nú verið gerðar leitarbærar og aðgengilegar.

Markmið Transkribus verkefnisins var að þróa Transkribus hugbúnaðinn í þeim tilgangi að búa til íslenskan grunn fyrir handskrifaðan texta frá 18. og 19. öld. Verkefnið var unnið í samstarfi við sérfræðinga frá Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands.

Hér má nálgast íslensku módelin fyrir Transkribus. Hægt er að nota veflægt viðmót eða hlaða niður forritinu.

Miðvikudaginn 13. september kl. 11 verða þessi tvö verkefni kynnt og munu þeir Trausti Dagsson frá Árnastofnun og Luke O’Brien kynna Ísmús grunninn og þeir Bragi Þorgrímur Ólafsson frá Landsbókasafni og Unnar Ingvarsson frá Þjóðskjalasafni kynna íslenska grunninn í Transkribus. Að auki mun Una Haraldsdóttir sagnfræðinemi segja frá verkefni sínu um dagbækur Sveins Þórarinssonar og reynsluna af því að nota Transkribus í því verkefni. Nánar má fræðast um verkefni Unu á vefnum Akureyri.net

Kynningin verður í fyrirlestrarsalnum í Þjóðarbókhlöðunni og eru öll velkomin.

Categories
viðburðir

Málþing um verkefni MSHL

Tími: mánudaginn 22. maí kl. 13:00-15:00

Staður: Edda, hús íslenskunnar

13:00-13:05 Ólöf Garðarsdóttir forseti Hugvísindasviðs
Setning

13:05-13:15 Eiríkur Smári Sigurðsson formaður stjórnar MSHL
Opportunities and Challenges for Digital Humanities and Arts in Iceland

13:15-13:30 Hrönn Konráðsdóttir Þjóðminjasafn Íslands
Cool new gadgets and how to use them: 3D digital modelling at the National Museum

13:30-13:45 Pétur Húni Björnsson Stofnun Árna Magnússonar
Historical Farm and People Registry – From list entries to network nodes

13:45-14:00 Unnar Ingvarsson Þjóðskjalasafn Íslands
Use of text recognition software in archives – creating Icelandic models for Transkribus

14:00-14:15 Rósa Þorsteinsdóttir og Trausti Dagsson Stofnun Árna Magnússonar
Ísmús: automatic speech recognition of folklore audio recordings

14:15-14:45 Edward Gray DARIAH Uplifting Researchers and Uplifting Researchers and Cultural Heritage Professionals: The Digital Research Infrastructure for the Arts and Humanities

Categories
viðburðir

Vinnustofa um Sögulega manna og bæjatalið

Tími: þriðjudaginn 28. mars 2023

Staður: Stapi stofa 107

Pétur Húni Björnsson mun kynna Sögulega manna og bæjatalið og í kjölfarið verða umræður.

Pétur Húni Björnsson kynnir sögulega manna- og bæjatalið
Pétur Húni Björnsson kynnir sögulega manna- og bæjatalið