Sögulegt bæja- og mannanafnatal

Nota gagnagrunninn

Stefnt er að því að opna gagnagrunninn í ársbyrjun 2024 en hægt er að prófa í þróunaraðgangi á slóðinni smb.adlib.is

Um verkefnið

Markmið verkefnisins Sögulega manna- og bæjarnafnatalið er að búa til miðlægan þekkingarbrunn með tímasettum upplýsingum um íslensk bæja- og staðanöfn annars vegar og mannanöfn hins vegar, svo langt sem heimildir ná.

Þekkingarbrunnurinn verður kjarnainnviður fyrir rannsóknir sem tengjast íslenskri sögu og menningu með því að tengja saman og uppfæra mismunandi gagnagrunna, sem ýmsar stofnanir reka í dag, þannig að úr verður nýr samræmdur rannsóknainnviður. Hann verður opinn og aðgengilegur rannsakendum, sem og almenningi.

Þekkingarbrunnurinn mun ekki aðeins nýtast til að afla þar upplýsinga eða gagna heldur einnig  til að safna staðbundinni þekkingu sem kann að hverfa þegar einstaklingar falla frá. Brunnurinn mun þannig styðja við lýðvirkjun upplýsinga (e. crowdsourcing) og þátttöku almennings í vísindarannsóknum(e. citizen science), með því að leita eftir samstarfi við samfélagið um upplýsingaöflun, rýni og mótun rannsóknaspurninga.

Þeir grunnar sem tengjast í þekkingarbrunninum eru ólíkir að uppbyggingu og framsetningu gagna, auk þess sem ólíkir staðlar hafa verið notaðir við skráningu sem gerir mjög erfitt og tímafrekt að vinna rannsóknir þvert á þá.

Helstu gagnagrunnar sem um ræðir eru

Sögulega manna- og bæjatalið ásamt verkfærakistu hugbúnaðarlausna verður sjálfstæður rannsóknainnviður, sem verður hýstur hjá og á ábyrgð MSHL.

Tilkoma þekkingarbrunnsins mun ekki aðeins gjörbreyta möguleikum til rannsókna þvert á þá gagnagrunna sem til eru, heldur einnig rannsakenda og annarra áhugasamra til að bæta við gögnum, sem og möguleikum safna og stofnana við að birta gögn, til dæmis með landfræðilegri miðlun sem sýnir þróun yfir lengri tíma.

Meginhugmyndin er sú að hægt sé að sækja upplýsingar um einstaklinga eða staði í þekkingarbrunninn og, með tímanum, ýmsar upplýsingar sem tengjast einstaklingum og bæjum í gagnagrunnum sem fyrir eru. Með samræmdum auðkennum einstaklinga verður unnt að sækja upplýsingar um búsetu þeirra og starfsheiti eftir tímabilum og fjölmargar aðrar sögulegar og menningarlegar upplýsingar. Samræmt auðkenni bæja og staða er er ekki síður mikilvægt enda næst með því yfirlit yfir sögu hvers bæjar eða staðar fyrir sig með því að tefla saman heimildum frá ólíkum tímum.

Til að unnt sé að vinna með gögnin verður útbúin verkfærakista, sem mun samanstanda af tilbúnum og sérsmíðuðum hugbúnaðarlausnum, með áherslu á opinn hugbúnað sem rannsakendur geta sjálfir nýtt og þróað áfram eftir sínum þörfum.

Við uppbyggingu þekkingarbrunns verður

  1. Mótuð stefna um lýsigagnasamvinnu stofnana og rannsakenda um með hvaða hætti skal leggja inn upplýsingar í gagnagrunna.
  2. Kannað hvaða persónuverndarsjónarmið þarf að hafa í huga við samkeyrslu gagna, vinnu með samkeyrð gögn og birtingu þeirra á ytri vef verkefnisins. Verkefnið mun í öllu fylgja lögum og reglum og heilbrigðum viðmiðum um persónuvernd.
  3. Tryggt að grunnurinn verði þannig úr garði gerður að ólík tölvukerfi geti sótt upplýsingar þangað og gefin verður út verkfærakista með hugbúnaðarlausnum sem notendur geta nýtt til að tengjast grunninum, aðlaga sín gögn að honum og skilgreint ýmiskonar úrvinnslu.