Gagnagrunnar

Lýsing: Stafrænt safn íslenskra og erlendra bóka er tengjast Íslandi frá 1540 og fram á 20. öld

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni baekur.is

Lýsing: Stafræn og leitarbær skrá yfir dánarbú sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni. Safnið nær yfir 18. og 19. öld. Þar eru nú um 30.000 dánarbú skráð.

Aðgengi: Öllum aðgengilegt á slóðinni danarbu.skjalasafn.is

Lýsing: Vefurinn inniheldur skrá yfir dóma á Íslandi og lýsingu á eðli þeirra. Elstu dómarnir eru frá um 1660 en þeir yngstu frá um 1940.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni domabaekur.manntal.is

Lýsing: Skýrslur um forvörslu gripa úr Þjóðminjasafni Íslands, frá nokkurra ára tímabili, millli 2003-2008.

Aðgengi: Aðeins aðgengilegt innan stofnunar.

Lýsing: Gagnagrunnur RÚV safns. Geymir upptökur og upplýsingar um innlent sjónvarps og útvarpsefni. Tónlist er einnig varðveitt í grunninum, bæði innlend og erlend.

Aðgengi: Aðeins aðgengilegur innan stofnunar. Frekari upplýsingar um safnið, aðgengi og gögnum og skilmála má finna á vef RÚV.

 

Lýsing: Samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Arnamagnæanske Samling). Lýsingar á handritum og myndir.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni handrit.is

Lýsing: Tilgangurinn með Hljóðsafninu er að varðveita hljóðrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns til frambúðar og bæta aðgang að þeim.

Í Hljóðsafninu eru aðgengileg stafræn afrit af útgefnum íslenskum hljóðritum (hljómplötum, geisladiskum, snældum og vefútgáfu) og stafræn afrit af viðtölum úr safni Miðstöðvar munnlegrar sögu (þar sem liggur fyrir samþykki hlutaðeigandi).

Í Hljóðsafninu eru ekki öll útgefin hljóðrit en unnið er jafnt og þétt að stafrænni yfirfærslu.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni hljodsafn.is

Lýsing: Ísmús - íslenskur músík- og menningararfur - er gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta.

Verkefnið er í umsjá Tónlistarsafns í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni ismus.is

Lýsing: Stafrænt ljósmyndasafn Háskóla Íslands.

Aðgengi: Skoðunaraðgangur er á vefslóðinni myndasafn.hi.is

Lýsing: Orðabelgur er stafrænt orðasafn yfir orð, hugtök og sögulegar stofnanir þar sem gerð er grein fyrir þýðingu orðs sögu hugtaks eða stofnanna. Á þriðja þúsund skýringar eru nú í grunninum.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni ordabelgur.skjalasafn.is

Lýsing: Sarpur, menningarsögulegur gagnabanki er skráningar- og umsýslukerfi sem á sjötta tug safna og annarra varðveislustofnana á Íslandi nota til að halda utan um safnkostinn og miðla upplýsingum og varðveitir nú um 1,5 milljónir aðfanga.

Í Sarpi má nálgast upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni sarpur.is

 

Lýsing: Skjalaskrá Þjóðskjalasafns Íslands inniheldur upplýsingar um skráð skjalasöfn sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni. Um 3/4 safnkostsins eru í skránni, sem inniheldur rúmlega 1,2 milljónir færslna.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni skjalaskrar.skjalasafn.is

Lýsing: Í skránni má finna upplýsingar um safneign listasafns Háskóla Íslands.

Aðgengi: Aðgengi að gagnagrunninum er lokað en hægt er að fá persónulegan aðgang.

Lýsing: Listaverkaeign Listasafns Reykjavíkur sem telur rúmlega 17.000 verk. Filemaker gagnagrunnur sem heldur utan um gögn og ljósmyndir um verk.

Einnig eru skráð heimildasöfn Erró, Kjarval og Ásmundar Sveinssonar.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni safneign.listasafnreykjavikur.is

Lýsing: Skrá þessari er ætlað að ná yfir allar þýðingar Íslendingasagna og þátta, Eddukvæða, biskupasagna, fornaldarsagna, riddarasagna og konungasagna frá upphafi til dagsins í dag.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni sagas.landsbokasafn.is

Lýsing: Innsláttur á sóknarmanntölum. Elstu gögnin eru frá 18. öld en þau yngstu ná fram til um 1950.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni salnaregistur.manntal.is

Lýsing: Safn stafrænna mynda af Íslandskortum fram til 1950.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni islandskort.is

Lýsing: Lýsandi bókaskrá yfir öll rit íslenskra höfunda, rit erlendra höfunda prentuð á íslensku og rit erlendra höfunda á erlendum tungum ef prentuð hefðu verið hér á landi.

Í skránni má finna nákvæma bókfræðilega lýsingu á hverju riti og er titill skrifaður upp stafréttur. Auk þess eru athugasemdakaflar við flestar færslur með ýmsum viðbótar upplýsingum um eintök, prentafbrigði, skreytingar, heimildir og fleira.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni bokaskra.landsbokasafn.is

Lýsing: Markmið verkefnisins Sögulega manna- og bæjarnafnatalið er að búa til miðlægan þekkingarbrunn með tímasettum upplýsingum um íslensk bæja- og staðanöfn annars vegar og mannanöfn hins vegar, svo langt sem heimildir ná.

Aðgengi: Stefnt er að því að opna gagnagrunninn í ársbyrjun 2024 en hægt er að prófa í þróunaraðgangi á slóðinni smb.adlib.is

Lýsing: Þjóðfræðisafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum geymir 2000 klukkustundir af efni sem hljóðritað var á síðustu öld. Elstu upptökurnar eru frá 1903 en langflestar voru hljóðritaðar á sjöunda áratugnum og fram á þann níunda víðs vegar um landið.

Efnið inniheldur meðal annars sagnir, ævintýri, kvæði, endurminningar og þjóðháttalýsingar.

Frekari upplýsingar um gagnagrunninn.

Vefslóð: ismus.is/thjodfraedi/hljodrit

Lýsing: Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Markmiðið er að bæta aðgang að prentuðum blöðum og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsóknaraðferðir.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni timarit.is

Lýsing: Aðgengi að íslenskum módelum fyrir Transkribus hugbúnaðinn, sem hefur verið þjálfaður til að lesa íslenska handskrift frá 18. og 19. öld með það að markmiði að auka aðgengi að handskrifuðum heimildum á Íslandi.

Frekari upplýsingar um íslensku Transkribus módelin.

Aðgengi: Öllum aðgengilegt á vef Transkribusfútgáfu. Hægt er að notast við vefútgáfu eða hlaða niður forriti,

Lýsing: Lög um skylduskil til safna, nr. 20/2002, tóku gildi 1. janúar 2003. Í 8. gr. er ákvæði um að sá sem birtir verk á rafrænu formi á almennu tölvuneti skal veita móttökusafni aðgang að verkinu. Í 6. gr. reglugerðar um skylduskil til safna nr. 982/2003 segir, að undir þennan flokk efnis falli vefsíður og önnur gögn, sem birt eru eða gerð aðgengileg almenningi á hinum íslenska hluta veraldarvefsins, þ.e. þjóðarléninu .is, svo og efni sem birt er á öðrum lénum á íslensku eða af íslenskum aðilum.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er móttökusafn þessa efnis og skal jafnframt varðveita það.

Vefslóð: Öllum aðgengilegt á slóðinni vefsafn.is

Lýsing: FileMaker gagnagrunnur yfir safneign Listasafns Íslands, skrá yfir listamenn sem eiga verk í safninu og sýningarsrkár í heimildasafni. Heldur einnig utan um útlán listaverka. Var tekinn í notkun 1999 en ekki aðgengilegur á Netinu.

Unnið er að því að flytja gögn úr þessum grunni í Sarp og gert ráð fyrir að þessi grunnir verði lagður til hliðar þegar nýr Sarpur verður tekinn í notkun.

Aðgengi: Takmarkað aðgengi, bundið við starfsfólk Listasafns Íslands.