Categories
viðburðir

Málþing um menningararf í sýndarheimum

Málþingið Menningararfur í sýnarheimum verður haldið 20.10.2023

Tími: föstudaginn 20. október 2023 kl. 14-16:30

Staður: Veröld, hús Vigdísar, stofa 023 (stóri salurinn)

Upptaka af málþinginu

Undanfarin ár hefur orðið hröð þróun í gerð stafrænna lausna sem nýtast við varðveislu og miðlun menningararfs. Með margvíslegum hætti er nú hægt að búa til stafræna tvíbura af minjum og munum sem koma menningararfinum á stafrænt og sjónrænt form. Á málþinginu Menningararfur í sýndarheimum – Cultural Heritage in Virtual Worlds – verður m.a. rætt um hvernig slíkar endurgerðir nýtast til rannsókna, miðlunar, sköpunar og sýndarferðalaga.

Sérstakur gestur málþingsins er Erik Champion prófessor við háskólann í Suður-Ástralíu í Adelaide, sem hefur rannsakað og skrifað um möguleika stafræns menningararfs um árabil. Hann leiddi um skeið vinnu UNESCO um hvernig mætti miðla og varðveita menningararf með sjónrænum lausnum og afrakstur þeirra vinnu er m.a. bókin Virtual Heritage: A Guide sem kom út árið 2021.

Á málþinginu verða einnig erindi um íslensk verkefni sem veita innsýn í þá möguleika sem skapast með stafrænum lausnum. Þröstur Thor Bragason mun flytja erindi um samstarfsverkefni EFLU og Safns Einars Jónssonar um stafrænar styttur. Heiða Rafnsdóttir mun segja frá samstarfi fyrirtækisins Parity við Þjóðminjasafnið og fleiri söfn um stafræna nýtingu á safngripum í tölvuleiknum Island of Winds. Þá mun Sunna Mogensen fjalla um verkefni sem Gagagrín hefur þróað fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum og í Minjagarðinum í Garðabæ.

Málþingið er haldið í samvinnu Gunnarsstofnunar og Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista. Þessir aðilar taka saman þátt í DACCHE rannsóknarverkefninu, sem styrkt er að Norðurslóðaáætlun ESB og er málþingið hluti af dagskrá verkefnisins.

Málþingið fer fram á ensku.

Fyrirlesarar:

Erik Champion, Enterprise Fellow við University of South Australia
Linking Digital Heritage, Games and Virtual Tourism
This talk will examine how key challenges in digital heritage involving 3D models could be brought to life and re-opened to interpretation by game design, and how game-like interaction could also help increase the richness and immersive qualities of XR (extended reality) and virtual tourism. Can 3D models, the scholarly information surrounding them, and the involvement of the public be brought closer together? And can we harness the speed and complexity of new technologies to ensure both the data and our understanding of that data can be recorded, interpreted, and shared more fairly, openly, and democratically?

Heiða Rafnsdóttir frá Parity Games
From a Folktale to a Modern Tale
I will do a short overview of the journey of an item from 1400-1600 being found in the 19th century, ending up in the National Museum of Iceland. Where it became a part of the museum’s main exhibition for 20 years. In 2023 the item was 3D scanned and gained a new life and purpose within the computer game Island of Winds. In the game, there will also be a museum where the item will be on display. But is there a difference between the corporeal museum and the digital one?

Sunna Mogensen frá Gagarín
XR in Þingvellir and Hofsstaðir
Gagarin Interactive has developed XR experiences for several cultural heritage projects in Iceland. Two specific outdoor sites, Thingvellir and Hofsstaðir in Garðabær, where visitors can look into the past are highlighted in this talk. Each site has a different approach to the technology used to create the XR experiences. Sunna Mogensen is a 3D Artist at Gagarin Interactive who was leading the content creation for both projects and will give you an insight into the decision-making process along the way. She will expand on the use of drone footage for 3D mapping the area, content recordings, and even some AI used in the process.

Þröstur Thor Bragason, miðlunarfræðingur, frá EFLU
Digital Statues
Digital statues (stafrænar styttur) is a collaborative project between the Einar Jónsson Museum and EFLA Consulting engineers in Iceland. It received support from “Barnamenningarsjóður” (children´s culture fund) and “List fyrir alla” (art for everyone). The purpose of the project is to bring the Einar Jónsson Museum to schoolchildren in a digital form, regardless of their location. This was done by creating exact digital twins of a large number of Einar´s works using photogrammetry and other scanning techniques. The museum has also prepared study guides that teachers can use free of charge.

Vinnustofan og málþingið eru haldin í samvinnu Gunnarsstofnunar og Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista. Þessir aðilar taka saman þátt í DACCHE rannsóknarverkefninu, sem styrkt er að Norðurslóðaáætlun ESB og eru vinnustofan og málþingið hluti þeirrar dagskrár.