Categories
Fréttir viðburðir

Snemmskráningu á DHNB2024 lýkur 1. maí

Snemmskráningu á ráðstefnuna DHNB2024 lýkur mánudaginn 6. maí nk. Ráðstefnan, sem er á vegum samtakanna Digital Humanities Nordic Baltic, verður að þessu sinni haldin í Reykjavík dagana 27.-31. maí 2024. Hin eiginlega ráðstefnudagskrá hefst á hádegi miðvikudaginn 29. maí en dagana á undan verða haldnar vinnustofur.

Dagskrá ráðstefnunnar, skráning og frekari upplýsingar.

Categories
viðburðir

Sögulega manna- og bæjatalið kynnt á vettvangi DARIAH-EU

Tími: föstudaginn 5. apríl 2024 kl. 9:30-10:30 (11:3-12:30 CET)

Hvar: á netinu

Föstudaginn 5. apríl mun Pétur Húni Björnsson halda erindi um sögulega manna- og bæjatalið á vegum DARIAH-EU samtakanna. Viðburðurinn, sem er öllum opinn, er hluti af Friday Frontiers fyrirlestraröðinni.

Nánari upplýsingar má finna á vef DARIAH-EU.

Categories
viðburðir

Manntalsgögn, tengdir gagnabankar og sögulegar rannsóknir

Tími: fimmtudaginn 29. febrúr 2024 kl. 14-15:45.

Hvar: Edda, hús íslenskunnar.

Auglýsing fyrir viðburðinn Manntalsgögn, tengdir gagnabanjar og sögulegar rannsóknir

Sögulegt manna- og bæjatal (SMB), sem tengir manna- og staðanöfn í manntölum frá 1703 til 1920, hefur verið í þróun á vegum Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista frá 2021. Í tilefni af því að SMB er að verða tilbúið til notkunar fyrir rannsakendur og almenning efnum við til málþings um rannsóknir sem byggjast á manntalsgögnum og öðrum sambærilegum gögnum og hvaða þýðingu SMB getur haft fyrir rannsóknir á íslenskri sögu og menningu.

Dagskrá:

14.00-14.10 Eiríkur Smári Sigurðarson: Setning
14.10-14.25 Ólöf Garðarsdóttir: Langsnið eða þversnið? Að endurskapa lífshlaup með manntölum
14.25-14.40 Óskar Guðlaugsson: Árið 1703
14.40-15.10 Pétur Húni Björnsson: Sögulegt manna- og bæjatal – kynning
15.10-15.25 Kristinn R. Þórisson: Vitvélapönk með manntöl
15.25-15.40 Elisabeth Engberg: Sharing data with the public: experiences from Sweden

Nánari lýsing:

Markmið SMB er að til verði miðlægur þekkingarbrunnur með tímasettum upplýsingum um bæja- og staðanöfn annars vegar og mannanöfn hins vegar svo langt sem heimildir ná. Þekkingarbrunnurinn nýtist fyrir rannsóknir sem tengjast íslenskri sögu og menningu með því að tengja saman og uppfæra marga ólíka gagnagrunna sem ýmsar stofnanir reka í dag þannig að úr verður nýr samræmdur rannsóknainnviður opinn bæði rannsakendum og almenningi. Þeir grunnar sem þekkingarbrunnurinn byggir á eru ólíkir að uppbyggingu, framsetning gagna er mismunandi og ólíkir staðlar notaðir við skráningu sem gerir mjög erfitt og tímafrekt að vinna rannsóknir þvert á þá. Með nýjum miðlægum þekkingargrunni verður mögulegt í einstökum gagnasöfnum að vísa í samræmd auðkenni bæja- og staðanafna og einstaklinga sem gerir samkeyrslu gagna í rannsóknartilgangi mögulega og rannsóknir sem byggjast á þessum gögnum auðveldari.

Categories
viðburðir

Netráðstefna Transkribus notenda

Tími: 15. og 16. febrúar 2024.

Staður: Rafræn ráðstefna á netinu.

Dagana 15.-16. febrúar nk. halda Transkribus-samtökin notendaráðstefnu um hvernig hægt sé að nota tólið til rannsókna og útgáfu á handritum. Eins og kunnugt er hefur MSHL látið þróa tvö Transkibus módel fyrir íslensku sem rannsakendur geta nýtt sér.

Skráning er nauðsynleg.

 

Categories
Fréttir

DHNB 2024 – ráðstefnukall

Auglýsingamynd vegna ráðstefnunnar DHNB2024 sem verður haldin í Reykjavík.

MSH) heldur stóra alþjóðlega ráðstefnu á vegum samtakanna Stafræn hugvísindi á Norður- og Eystrasaltslöndum (Digital Humanities in the Nordic & Baltic Countries). Ráðstefnan verður haldin vikuna 27.-31. maí 2024 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð. Fyrstu tveir dagarnir fara í vinnustofur en ráðstefnan sjálf hefst á hádegi miðvikudaginn 29. maí.

Auglýst hefur verið eftir tillögum að erindum í nokkrum flokkum og hefur ráðstefnukallið verið framlengt til 31. janúar.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og ráðstefnukall má finna á vef DHNB undir Call for papers.

 

Categories
viðburðir

Vísindarannsóknir á safnkosti: verkfæri í hugvísindum

Tími: þriðjudaginn 12. desember 2023 kl. 10-16.

Staður: Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41

Félag norrænna forvarða á Íslandi í samstarfi við Listasafn Íslands, með stuðningi frá Þjóðminjasafni Íslands og styrk úr Safnasjóði, býður upp á málþing um vísindarannsóknir á safnkosti. Slíkar rannsóknir eru órjúfanlegur þáttur í gripa- og sagnfræðirannsóknum en hafa verið takmarkaðar hér á landi. Fjallað verður um mismunandi rannsóknaraðferðir sem eiga það sameiginlegt að valda ekki skaða á gripum.

Á málþinginu gefst einnig tækifæri til að fylgjast með notkun Multispectral Imaging Phase One ljósmyndatækninni og sjá ávinninginn af því að hafa aðgang að slíku tæki.

Dagskrá:

Kl. 10.00-12:30 Fyrirlestraröð

  • Menningararfur og vísindarannsóknir: staðan á Íslandi
    Nathalie Jacqueminet, varðveislustjóri á Listasafni Íslands.
  • Byggjum brýr! – stafrænir rannsóknarinnviðir fyrir hugvísindi og listir
    María Ásdís Stefáns Berndsen, aðjúnkt í menningarmiðlun og verkefnisstjóri – Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista.
  • Röntgenmyndun á Þjóðminjasafni Íslands: Notkun og möguleikar
    Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, forverðir á Þjóðminjasafni Íslands.
  • Media analysis of Icelandic manuscripts performed with FiberOptics Reflectance Spectra FORS and X-ray Fluorescence XRF”
    Vasarė Rastonis, forvörður á Stofnun Árna Magnússonar.
  • Þrívíddarskönnun sem rannsóknartæki
    Hrönn Konráðsdóttir, fornleifafræðingur á Þjóðminjasafni Íslands.
  • Stóra málverkafölsunarmálið: tæknilegar rannsóknir á upprunaleika listaverka í samhengi rannsókna á fölsuðum verkum. Erfiðleikar vegna tækjaskorts?
    Ólafur Ingi Jónsson, forvörður á Listasafni Íslands.
  • Phase One Rainbow Multispectral Imaging solution in Multiband & Narrow Band. Research results connecting to scientific analysis in conservation and art research. Benefit & examples on polychrome & monochrome objects
    Annette T. Keller, scientific photographer specialising in multispectral imaging.

Kl.12:30–13:30 Hádegishlé

Skoðun á Phase One Multispectral Imaging tækjabúnaði. Gestum gefst tækifæri til að skoða tækið og spyrja Annette T. Keller og Poul Husum spurninga.

Kl.13.00-16.00 Niðurstaða úr rannsóknum safngripa sem íslensk söfn hafa lánað til sýnikennslu.

Verk í eigu eftirfarandi safna og stofnana verða skoðuð með Multispectral Imaging og niðurstöður ræddar: Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.

Categories
viðburðir

Málþing um menningararf í sýndarheimum

Málþingið Menningararfur í sýnarheimum verður haldið 20.10.2023

Tími: föstudaginn 20. október 2023 kl. 14-16:30

Staður: Veröld, hús Vigdísar, stofa 023 (stóri salurinn)

Upptaka af málþinginu

Undanfarin ár hefur orðið hröð þróun í gerð stafrænna lausna sem nýtast við varðveislu og miðlun menningararfs. Með margvíslegum hætti er nú hægt að búa til stafræna tvíbura af minjum og munum sem koma menningararfinum á stafrænt og sjónrænt form. Á málþinginu Menningararfur í sýndarheimum – Cultural Heritage in Virtual Worlds – verður m.a. rætt um hvernig slíkar endurgerðir nýtast til rannsókna, miðlunar, sköpunar og sýndarferðalaga.

Sérstakur gestur málþingsins er Erik Champion prófessor við háskólann í Suður-Ástralíu í Adelaide, sem hefur rannsakað og skrifað um möguleika stafræns menningararfs um árabil. Hann leiddi um skeið vinnu UNESCO um hvernig mætti miðla og varðveita menningararf með sjónrænum lausnum og afrakstur þeirra vinnu er m.a. bókin Virtual Heritage: A Guide sem kom út árið 2021.

Á málþinginu verða einnig erindi um íslensk verkefni sem veita innsýn í þá möguleika sem skapast með stafrænum lausnum. Þröstur Thor Bragason mun flytja erindi um samstarfsverkefni EFLU og Safns Einars Jónssonar um stafrænar styttur. Heiða Rafnsdóttir mun segja frá samstarfi fyrirtækisins Parity við Þjóðminjasafnið og fleiri söfn um stafræna nýtingu á safngripum í tölvuleiknum Island of Winds. Þá mun Sunna Mogensen fjalla um verkefni sem Gagagrín hefur þróað fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum og í Minjagarðinum í Garðabæ.

Málþingið er haldið í samvinnu Gunnarsstofnunar og Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista. Þessir aðilar taka saman þátt í DACCHE rannsóknarverkefninu, sem styrkt er að Norðurslóðaáætlun ESB og er málþingið hluti af dagskrá verkefnisins.

Málþingið fer fram á ensku.

Fyrirlesarar:

Erik Champion, Enterprise Fellow við University of South Australia
Linking Digital Heritage, Games and Virtual Tourism
This talk will examine how key challenges in digital heritage involving 3D models could be brought to life and re-opened to interpretation by game design, and how game-like interaction could also help increase the richness and immersive qualities of XR (extended reality) and virtual tourism. Can 3D models, the scholarly information surrounding them, and the involvement of the public be brought closer together? And can we harness the speed and complexity of new technologies to ensure both the data and our understanding of that data can be recorded, interpreted, and shared more fairly, openly, and democratically?

Heiða Rafnsdóttir frá Parity Games
From a Folktale to a Modern Tale
I will do a short overview of the journey of an item from 1400-1600 being found in the 19th century, ending up in the National Museum of Iceland. Where it became a part of the museum’s main exhibition for 20 years. In 2023 the item was 3D scanned and gained a new life and purpose within the computer game Island of Winds. In the game, there will also be a museum where the item will be on display. But is there a difference between the corporeal museum and the digital one?

Sunna Mogensen frá Gagarín
XR in Þingvellir and Hofsstaðir
Gagarin Interactive has developed XR experiences for several cultural heritage projects in Iceland. Two specific outdoor sites, Thingvellir and Hofsstaðir in Garðabær, where visitors can look into the past are highlighted in this talk. Each site has a different approach to the technology used to create the XR experiences. Sunna Mogensen is a 3D Artist at Gagarin Interactive who was leading the content creation for both projects and will give you an insight into the decision-making process along the way. She will expand on the use of drone footage for 3D mapping the area, content recordings, and even some AI used in the process.

Þröstur Thor Bragason, miðlunarfræðingur, frá EFLU
Digital Statues
Digital statues (stafrænar styttur) is a collaborative project between the Einar Jónsson Museum and EFLA Consulting engineers in Iceland. It received support from “Barnamenningarsjóður” (children´s culture fund) and “List fyrir alla” (art for everyone). The purpose of the project is to bring the Einar Jónsson Museum to schoolchildren in a digital form, regardless of their location. This was done by creating exact digital twins of a large number of Einar´s works using photogrammetry and other scanning techniques. The museum has also prepared study guides that teachers can use free of charge.

Vinnustofan og málþingið eru haldin í samvinnu Gunnarsstofnunar og Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista. Þessir aðilar taka saman þátt í DACCHE rannsóknarverkefninu, sem styrkt er að Norðurslóðaáætlun ESB og eru vinnustofan og málþingið hluti þeirrar dagskrár.

 

Categories
viðburðir

Vinnustofa með Erik Champion: leikjahönnun, menning og menningararfur

Tími: föstudaginn 20. október 2023

Staður: Árnagarður stofa 422

Nauðsynlegt er að skrá sig á vinnuustofuna og er fjöldi þátttakenda takmarkaður við 20. Skráning fer fram hér: https://www.eventbrite.com/e/how-about-game-prototyping-for-history-and-heritage-tickets-733456517187?aff=oddtdtcreator

Erik Champion er Enterprise Fellow við háskólann í Suður-Ástralíu í Adelaide. Hann hefur meðal annars starfað sem leikjahönnunarkennari, sérfræðingur í sjónrænni miðlun menningararfs og sem byggingasögufræðingur. Erik hefur haldið vinnustofur í leikjahönnun í Bandaríkjunum, Nýja Sjálandi, Póllandi, Ítalíu og Finnlandi, auk Ástralíu og kemur hingað frá Noregi þar sem hann heldur einnig vinnustofu.

Á vinnustofunni mun verður þátttakendum skipt í 3-4 manna hópa sem munu vinna saman að hugmyndum að áhugaverðum leikjum sem hægt er að nota við miðlun menningar og menningararfs.

Ekki er krafist forritunar- eða leikjahönnunarkunnáttu en sköpunarkrafturinn verður nýttur og þátttakendur munu teikna og vinna skissur.

Erik mun einnig halda erindi á málþingi í Veröld síðar þennan dag.

Vinnustofan og málþingið eru haldin í samvinnu Gunnarsstofnunar og Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista. Þessir aðilar taka saman þátt í DACCHE rannsóknarverkefninu, sem styrkt er að Norðurslóðaáætlun ESB og eru vinnustofan og málþingið hluti þeirrar dagskrár.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á vinnustofunni 20. október 2023.

The photos above were shot at the Reykjavik workshop, October 20, 2023.

In this workshop Erik Champion will help small groups of 3-4 brainstorm (“ideate”) ideas to create engaging games for the GLAM sector. We will use a simplified working definition of computer games and group exercises. Although your emerging game ideas could eventually become digital games, escape rooms, augmented or mixed reality projects, this introductory workshop will focus more on engagement, playability, and game mechanics. You may bring your own idea for a game, or develop a game idea on the day in a group.

No programming or game design skills are necessary, but we will be creating, drawing and sketching!

About Erik Champion

Erik Champion has been a game design teacher, a heritage visualization expert, and architectural historian (of Nordic modernism!) He is currently an Enterprise Fellow at the University of South Australia, Adelaide, Australia. He has run game design workshops in America, Italy, New Zealand, Poland, Italy, Finland, and Australia.

Categories
viðburðir

Málþing: Digital Action and Storytelling for Climate Change

Tími: fimmtudaginn 5. október 2023 kl. 10:30-14:00 (íslenskur tími)

Staður: á netinu og í Öresund, Svíþjóð

MSHL er meðal þátttakenda í verkefninu Digital Action on Climate Change with Heritage Environments (DACCHE) með samstarfsaðilum frá Færeyjum, Svíþjóð, Noregi og Írlandi.

Í tengslum við vinnufund í verkefninu verður haldið opið málþing sem ber yfirskriftina Digital Action and Storytelling for Climate Change: Engaging Communities with Digital Tools, Educational Tourism, Community-Based Research, and Digital Cultural Heritage.

Upptökur af erindum málþingsins:

Nánar um málþingið hér að neðan.

Málþingið er öllum opið og verður bæði á stað og á netinu.

Dagskrá málþingsins (pdf-skjal). Ath. að tímasetningar í dagskrá miðast við sænskan tíma).

Áhugasöm eru beðin um að skrá þátttöku í síðasta lagi 2. október nk.

DACCHE verkefnið, sem er styrkt af Norðurslóðaáætlun ESB og er til þriggja ára, snýst um að draga fram staðbundna þekkingu og nýta stafræna tækni til að gera samfélögum kleift að varðveita menningarlandslag og sýna hvernig það lagar sig að loftslagsbreytingum. En einnig til að skipuleggja framkvæmdaáætlanir við endurheimt landgæða í ljósi hraðra breytinga á umhverfinu. Þessar breytingar geta ógnað menningu, menningararfi og samfélagi á svæðum þar sem en stofnanir sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða.

 

Categories
viðburðir

Kynning á nýjum gagnagrunnum

Tími: miðvikudaginn 13. september 2023 kl. 11:00

Staður: Þjóðarbókhlaða, fyrirlestrarsalur 2. hæð

Opnað hefur verið fyrir aðgengi að tveimur gagnagrunnum sem unnir voru fyrir tilstuðlan Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista sem munu gerbylta aðgengi annars vegar að upptökum úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar á vefnum Ísmús og hins vegar að handskrifuðum skjölum á fyrri tíð.

Fyrra verkefnið, Talgreining á Ísmús og uppbygging textasafns fyrir eldra talmál var unnið í samstarfi við Árnastofnun og tæknifyrirtækið Tíró og snérist um gerð talgreinis sem þjálfaður var með hljóðupptökum úr Þjóðfræðisafninu. Upptökurnar hafa nú verið gerðar leitarbærar og aðgengilegar.

Markmið Transkribus verkefnisins var að þróa Transkribus hugbúnaðinn í þeim tilgangi að búa til íslenskan grunn fyrir handskrifaðan texta frá 18. og 19. öld. Verkefnið var unnið í samstarfi við sérfræðinga frá Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands.

Hér má nálgast íslensku módelin fyrir Transkribus. Hægt er að nota veflægt viðmót eða hlaða niður forritinu.

Miðvikudaginn 13. september kl. 11 verða þessi tvö verkefni kynnt og munu þeir Trausti Dagsson frá Árnastofnun og Luke O’Brien kynna Ísmús grunninn og þeir Bragi Þorgrímur Ólafsson frá Landsbókasafni og Unnar Ingvarsson frá Þjóðskjalasafni kynna íslenska grunninn í Transkribus. Að auki mun Una Haraldsdóttir sagnfræðinemi segja frá verkefni sínu um dagbækur Sveins Þórarinssonar og reynsluna af því að nota Transkribus í því verkefni. Nánar má fræðast um verkefni Unu á vefnum Akureyri.net

Kynningin verður í fyrirlestrarsalnum í Þjóðarbókhlöðunni og eru öll velkomin.

Glærur fyrirlesara á kynningunni (pdf-skjal)