Categories
viðburðir

Málþing: Digital Action and Storytelling for Climate Change

Tími: fimmtudaginn 5. október 2023 kl. 10:30-14:00 (íslenskur tími)

Staður: á netinu og í Öresund, Svíþjóð

MSHL er meðal þátttakenda í verkefninu Digital Action on Climate Change with Heritage Environments (DACCHE) með samstarfsaðilum frá Færeyjum, Svíþjóð, Noregi og Írlandi.

Í tengslum við vinnufund í verkefninu verður haldið opið málþing sem ber yfirskriftina Digital Action and Storytelling for Climate Change: Engaging Communities with Digital Tools, Educational Tourism, Community-Based Research, and Digital Cultural Heritage.

Málþingið er öllum opið og verður bæði á stað og á netinu.

Dagskrá málþingsins (pdf-skjal). Ath. að tímasetningar í dagskrá miðast við sænskan tíma).

Áhugasöm eru beðin um að skrá þátttöku í síðasta lagi 2. október nk.

DACCHE verkefnið, sem er styrkt af Norðurslóðaáætlun ESB og er til þriggja ára, snýst um að draga fram staðbundna þekkingu og nýta stafræna tækni til að gera samfélögum kleift að varðveita menningarlandslag og sýna hvernig það lagar sig að loftslagsbreytingum. En einnig til að skipuleggja framkvæmdaáætlanir við endurheimt landgæða í ljósi hraðra breytinga á umhverfinu. Þessar breytingar geta ógnað menningu, menningararfi og samfélagi á svæðum þar sem en stofnanir sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða.