Categories
viðburðir

Kynning á nýjum gagnagrunnum

Tími: miðvikudaginn 13. september 2023 kl. 11:00

Staður: Þjóðarbókhlaða, fyrirlestrarsalur 2. hæð

Opnað hefur verið fyrir aðgengi að tveimur gagnagrunnum sem unnir voru fyrir tilstuðlan Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista sem munu gerbylta aðgengi annars vegar að upptökum úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar á vefnum Ísmús og hins vegar að handskrifuðum skjölum á fyrri tíð.

Fyrra verkefnið, Talgreining á Ísmús og uppbygging textasafns fyrir eldra talmál var unnið í samstarfi við Árnastofnun og tæknifyrirtækið Tíró og snérist um gerð talgreinis sem þjálfaður var með hljóðupptökum úr Þjóðfræðisafninu. Upptökurnar hafa nú verið gerðar leitarbærar og aðgengilegar.

Markmið Transkribus verkefnisins var að þróa Transkribus hugbúnaðinn í þeim tilgangi að búa til íslenskan grunn fyrir handskrifaðan texta frá 18. og 19. öld. Verkefnið var unnið í samstarfi við sérfræðinga frá Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands.

Hér má nálgast íslensku módelin fyrir Transkribus. Hægt er að nota veflægt viðmót eða hlaða niður forritinu.

Miðvikudaginn 13. september kl. 11 verða þessi tvö verkefni kynnt og munu þeir Trausti Dagsson frá Árnastofnun og Luke O’Brien kynna Ísmús grunninn og þeir Bragi Þorgrímur Ólafsson frá Landsbókasafni og Unnar Ingvarsson frá Þjóðskjalasafni kynna íslenska grunninn í Transkribus. Að auki mun Una Haraldsdóttir sagnfræðinemi segja frá verkefni sínu um dagbækur Sveins Þórarinssonar og reynsluna af því að nota Transkribus í því verkefni. Nánar má fræðast um verkefni Unu á vefnum Akureyri.net

Kynningin verður í fyrirlestrarsalnum í Þjóðarbókhlöðunni og eru öll velkomin.

Glærur fyrirlesara á kynningunni (pdf-skjal)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *