Fyrsti ársfundur Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista (MSHL) var haldinn 26. nóvember í Eddu, húsi íslenskunnar.
Á fundinum verður farið yfir starfsemi MSHL sl. fjögur ár og verkefnin sem miðstöðin hefur staðið fyrir. Í kjölfar ársskýrslunnar verða þrjú erindi um fjölbreyttar hliðar stafrænna hugvísinda og lista. Owen Hindley, stafrænn listamaður, fjallar um skapandi notkun stafrænnar tækni; Freyja Rut Emilsdóttir, sem fer fyrir Sögusetrinu 1238 á Sauðárkróki, segir frá notkun stafrænnar tækni til miðlunar menningararfsins; Emily Lethbridge, rannsóknadósent við Árnastofnun, fer yfir ferðalög sín í stafrænum heimum hugvísinda síðustu 20 ár.
Dagskrá
- MSHL – ársskýrsla 2020 til 2024: Eiríkur Smári Sigurðarson, stjórnarformaður
- 13.30 til 14.00 Digital Creativity: Owen Hindley, Digital Artist
- 14.00 til 14.30 Miðlun og hagnýting menningararfsins: Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf.
- 14.30 til 15.00 Stafræn ferðalög: Áttir og átthagar: Emily Lethbridge, rannsóknardósent, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum