Categories
Fréttir viðburðir

Snemmskráningu á DHNB2024 lýkur 1. maí

Snemmskráningu á ráðstefnuna DHNB2024 lýkur mánudaginn 6. maí nk. Ráðstefnan, sem er á vegum samtakanna Digital Humanities Nordic Baltic, verður að þessu sinni haldin í Reykjavík dagana 27.-31. maí 2024. Hin eiginlega ráðstefnudagskrá hefst á hádegi miðvikudaginn 29. maí en dagana á undan verða haldnar vinnustofur.

Dagskrá ráðstefnunnar, skráning og frekari upplýsingar.

Categories
Fréttir

DHNB 2024 – ráðstefnukall

Auglýsingamynd vegna ráðstefnunnar DHNB2024 sem verður haldin í Reykjavík.

MSH) heldur stóra alþjóðlega ráðstefnu á vegum samtakanna Stafræn hugvísindi á Norður- og Eystrasaltslöndum (Digital Humanities in the Nordic & Baltic Countries). Ráðstefnan verður haldin vikuna 27.-31. maí 2024 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð. Fyrstu tveir dagarnir fara í vinnustofur en ráðstefnan sjálf hefst á hádegi miðvikudaginn 29. maí.

Auglýst hefur verið eftir tillögum að erindum í nokkrum flokkum og hefur ráðstefnukallið verið framlengt til 31. janúar.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og ráðstefnukall má finna á vef DHNB undir Call for papers.