Categories
viðburðir

Vísindarannsóknir á safnkosti: verkfæri í hugvísindum

Tími: þriðjudaginn 12. desember 2023 kl. 10-16.

Staður: Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41

Félag norrænna forvarða á Íslandi í samstarfi við Listasafn Íslands, með stuðningi frá Þjóðminjasafni Íslands og styrk úr Safnasjóði, býður upp á málþing um vísindarannsóknir á safnkosti. Slíkar rannsóknir eru órjúfanlegur þáttur í gripa- og sagnfræðirannsóknum en hafa verið takmarkaðar hér á landi. Fjallað verður um mismunandi rannsóknaraðferðir sem eiga það sameiginlegt að valda ekki skaða á gripum.

Á málþinginu gefst einnig tækifæri til að fylgjast með notkun Multispectral Imaging Phase One ljósmyndatækninni og sjá ávinninginn af því að hafa aðgang að slíku tæki.

Dagskrá:

Kl. 10.00-12:30 Fyrirlestraröð

  • Menningararfur og vísindarannsóknir: staðan á Íslandi
    Nathalie Jacqueminet, varðveislustjóri á Listasafni Íslands.
  • Byggjum brýr! – stafrænir rannsóknarinnviðir fyrir hugvísindi og listir
    María Ásdís Stefáns Berndsen, aðjúnkt í menningarmiðlun og verkefnisstjóri – Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista.
  • Röntgenmyndun á Þjóðminjasafni Íslands: Notkun og möguleikar
    Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, forverðir á Þjóðminjasafni Íslands.
  • Media analysis of Icelandic manuscripts performed with FiberOptics Reflectance Spectra FORS and X-ray Fluorescence XRF”
    Vasarė Rastonis, forvörður á Stofnun Árna Magnússonar.
  • Þrívíddarskönnun sem rannsóknartæki
    Hrönn Konráðsdóttir, fornleifafræðingur á Þjóðminjasafni Íslands.
  • Stóra málverkafölsunarmálið: tæknilegar rannsóknir á upprunaleika listaverka í samhengi rannsókna á fölsuðum verkum. Erfiðleikar vegna tækjaskorts?
    Ólafur Ingi Jónsson, forvörður á Listasafni Íslands.
  • Phase One Rainbow Multispectral Imaging solution in Multiband & Narrow Band. Research results connecting to scientific analysis in conservation and art research. Benefit & examples on polychrome & monochrome objects
    Annette T. Keller, scientific photographer specialising in multispectral imaging.

Kl.12:30–13:30 Hádegishlé

Skoðun á Phase One Multispectral Imaging tækjabúnaði. Gestum gefst tækifæri til að skoða tækið og spyrja Annette T. Keller og Poul Husum spurninga.

Kl.13.00-16.00 Niðurstaða úr rannsóknum safngripa sem íslensk söfn hafa lánað til sýnikennslu.

Verk í eigu eftirfarandi safna og stofnana verða skoðuð með Multispectral Imaging og niðurstöður ræddar: Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.