Þrívíddarskannar

MSHL keypti þrjá 3D skanna frá fyrirtækinu Artec 3D sem er hægt að bóka til notkunar í verkefnum. Skannarnir eru fyrir misstóra hluti. Þeir virka stakir, en það er hægt að nota þá til að skanna allt frá stórum byggingum niður í smæstu smáatriði og setja saman í einu módeli.

Artec Eva skanninn

Til að bóka skanna þarf að stofna aðgang hjá Clustermarket. Einungis er hægt að stofna aðgang með netfangi frá íslenskri stofnun eða háskóla.

Skannarnir eru vistaðir hjá Þjóðminjasafni Íslands, en eru líka notaðir í ýmis verkefni. Hér sést „stóri“ skanninn (Artec Rey) við vinnu í Laufási. Skönnunin tengist verkefninu Mælingar og greining á raka- og hitaástandi ásamt vöktun burðarvirkis torfbæja: Varðveisla til framtíðar styrktu af Rannsóknasjóði 2024.

Sjá frétt á síðu Háskóla Íslands um rannsóknina.

Skannarnir eru í stöðugri notkun hjá Þjóðminjasafninu, þegar þeir eru ekki í útláni. Hér er dæmi um grip sem hefur mikilvægt hlutverk í tölvuleiknum Island of Winds.

Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.

Lógó - Innviðasjóður
Lógó - rannís