Tæki og hugbúnaður

Hér á eftir er listi yfir tæki og hugbúnað sem hægt er að fá aðgang að í gegnum MSHL eða hjá aðildarstofnunum MSHL. Eins er hér vísað í tæki og annan búnað sem er aðgengilegur hjá öðrum aðilum.

Sumt þarf að bóka, en annað er aðgengilegt hverjum sem er á netinu. 

Tæki

Artec 3D Skannar

Þrír skannar, misstórir, til að skanna allt frá minnstu smáatriðum upp í heilar byggingar. Skannarnir eru eftirfarandi (nánari upplýsingar á síðu Artec; fylgið krækjum fyrir hvern skanna):

Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði.

Hlaðvarps-búnaður

Við Hugvísindasvið Háskóla Íslands er fullkominn hlaðvarpsbúnaður, sem hægt er að bóka að uppfylltum skilyrðum. 

Insta 360

Myndavél ásamt fylgibúnaði til að taka 360 gráðu myndir. 

Hér má sjá dæmi um verkefni sem nota 360 gráðu myndir.

Kaupin voru styrkt af Tækjakaupasjóði Háskóla Íslands.

Upplýsingar hjá seljanda.

Meta Quest 3

Sýndarveruleikagleraugu frá Meta með hleðslustöð. 

Kaupin voru styrkt af Tækjakaupasjóði Háskóla Íslands.

Upplýsingar hjá seljanda.

iPad Pro með Polycam

iPad Pro með 500 BG minni, lyklaborði og penna ásamt stórri hleðslustöð. Polycam Pro, forrit fyrir 3D skönnun með photogrammetri aðferðinni, er sett upp. Í Polycam er líka hægt að miðla 3D myndum með því að fella þær inn í heimasíður (líkt og Sketchfab).

Kaupin voru styrkt af Tækjakaupasjóði Háskóla Íslands.

Hugbúnaður

Transkribus

Með Transkribus er hægt að láta lesa handskrifuð skjöl og gera þau leitarbær eða tilbúin til útgáfu. MSHL lét þróa tvö módel fyrir íslenska handskrift sem eru aðgengileg hjá Transkribus.

Fyrir stærri verkefni er hægt að sækja um inneign hjá MSHL til að láta lesa mikið magn handskrifaðra skjala.

Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.

Talgreinir

MSHL fékk Tiro til að þróa talgreini fyrir eldra mál. Talgreinar sem voru til réðu ekki við gamlar upptökur, þ.e. upptökur með miklum truflunum og á talmáli sem nýrri mállikön réðu ekki við. Þessi talgreinir bætist við aðra talgreina sem hægt að sækja og nota hjá Tiro.

Talgreinirinn var sérstaklega hannaður fyrir Ísmús grunninn, og er hægt að leita í upptökum hjá Ísmús með hjálp talgreinisins.

Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.

Aðrir aðilar

Málvinnsluverkfæri Clarin.is

Hjá Clarin.is er hægt að fá aðgang að verkfærum til máltæknivinnslu. Verkfærin eru:

  • Leitarvél málheilda
  • Mörkun og lemmun
  • Orðtíðnivefur

Máltæknilausnir Almannaróms

Hjá Almannarómi er hægt að fá aðgang að ýmsum máltæknilausnum: Talgreiningu, talgervingu, vélþýðingu og sjálfvirkar leiðréttingar. 

Eins eru upplýsingar þar um ýmsar málheildir.