MSHL keypti þrjá 3D skanna frá fyrirtækinu Artec 3D sem er hægt að bóka til notkunar í verkefnum. Skannarnir eru fyrir misstóra hluti. Þeir virka stakir, en það er hægt að nota þá til að skanna allt frá stórum byggingum niður í smæstu smáatriði og setja saman í einu módeli.
Skannarnir eru vistaðir hjá Þjóðminjasafni Íslands, en eru líka notaðir í ýmis verkefni. Hér sést „stóri“ skanninn (Artec Rey) við vinnu í Laufási. Skönnunin tengist verkefninu Mælingar og greining á raka- og hitaástandi ásamt vöktun burðarvirkis torfbæja: Varðveisla til framtíðar styrktu af Rannsóknasjóði 2024.
Skannarnir eru í stöðugri notkun hjá Þjóðminjasafninu, þegar þeir eru ekki í útláni. Hér er dæmi um grip sem hefur mikilvægt hlutverk í tölvuleiknum Island of the Winds.
Fréttir og atburðir:
- Three 3D scanners and 13 institutions. Fyrirlestur Hrannar Konráðsdóttur á DHNB ráðstefnunni 30. maí 2024.
- Þrívíddarskönnun sem rannsóknartæki. Kynning Hrannar Konráðsdóttur á málþingi um vísindarannsóknir á safnkosti 12. desember 2023.
- From a folktale to a modern tale. Kynning Heiðu Rafnsdóttur frá Parity Games á Málþingi um menningararf í sýndarheimum 20. október 2023.
Verkefnið er styrkt af Innviðasjóði.