Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista (MSHL)

MSHL veitir aðgang að tækjum, hugbúnaði, gagnagrunnum og öðrum innviðum sem eru nauðsynlegir fyrir rannsóknir í hugvísindum og listum sem byggja á stafrænum gögnum og aðferðum. 

Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista er samstarf fimmtán stofnana um uppbyggingu stafrænna innviða til rannsókna í hugvísindum og listum. Innan MSHL er mikil þekking og reynsla í vinnslu og meðferð stafrænna gagna. Saman standa aðildarstofnanirnar að bættu aðgengi að rannsóknagögnum og þróun stafrænna rannsóknaaðferða.

Hér er hægt að finna upplýsingar um, bóka eða fá aðgang að þessum tækjum, búnaði og gögnum. Sumt er hægt að fá aðgang að beint hjá MSHL, annað er aðgengilegt hjá aðildarstofnunum eða öðrum. 

  • Gögn gefur yfirlit yfir og aðgang að gagnagrunnum.
  • Tæki gefur yfirlit yfir og aðgang að tækjum og hugbúnaði.
  • Stofnanir gefur yfirlit yfir sérfræðiþekkingu aðildarstofnana.

MSHL var á Vegvísi um rannsóknarinnviði frá 2020 til 2024.

Heimasíða MSHL er í uppfærslu.