Tvívíddarmyndavél

Haustið 2024 var keypt PhaseOne iXH 150MP myndavél með fylgihlutum fyrir ljósmyndun tvívíðra skjala. Myndavélin er notuð við myndun ljósmynda á pappír, filmu og gleri og á öðrum tvívíðum verkum.

Tveggja linsu PhaseOne myndavél

Myndavélin á að auka hraða og gæði í myndatökum stofnannann og styðja við stafvæðingu safnkosts.

Fimm ljósmyndarar lærðu á vélina auk þriggja annarra starfsmanna stofnananna. Vélin er nú staðsett í Þjóðminjasafni en hugmyndin er að hún færist á milli ljósmyndasafna Borgarsögusafns og Þjóðminjasafns. 

Mögulegt er að kaupa viðbótarlinsu og ljós með myndavélinni fyrir fjölrófsmyndatöku, sem gagnast rannsóknum á listaverkum og handritum.

Standur og vinnuborð

Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.

Lógó - Innviðasjóður
Lógó - rannís