Transkribus gerir mögulegt að tölvulesa handskrifuð skjöl til útgáfu eða til að gera þau leitarbær með textaleit. MSHL lét gera tvö tilraunamódel fyrir íslensku, sem eru frítt aðgengileg.
Hjá Transkribus er hægt að finna fjölda módela til að lesa texta á öðrum tungumálum, t.d. á latínu.
Dæmi um lestur Transkribus á handskrifuðu íslensku skjali. Við lesturinn var notað módel þróað fyrir handskrifaða íslensku á tímanum sem textinn var skrifaður á.
MSHL keypti inneign hjá Transkribus fyrir lestur skjala. Hægt er að sækja um notkun þessarar inneignar fyrir vel skilgreind rannsókna- eða innviðaverkefni.
Dæmi um verkefni sem nota Transkribus:
- Transkribus er notað við þróun Málheildar síðari alda, sem Innviðasjóður styrkti 2024 undir Vegvísi um rannsóknainnviði.
- Archive Arnamagnæana, sem leitt er af Þórunni Sigurðardóttur hjá Árnastofnun. Verkefnið fékk 200 milljóna styrk frá A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formaal árið 2023. Sjá nánar í frétt hjá Árnastofnun. Verkefnið notar Transkribus til að tölvulesa handrituð skjöl, en íslensk módel fyrir Transkribus voru þróuð innan MSHL.
- Una Haraldsdóttir, sagnfræðinemi, notaði Transkribus í verkefni styrktu af Nýsköpunarsjóði Námsmanna til að lesa dagbækur Sveins, föður Nonna, og birta kafla úr þeim yfir sumarið.
Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.