Transkribus gerir mögulegt að tölvulesa handskrifuð skjöl til útgáfu eða til að gera þau leitarbær með textaleit. MSHL lét gera tvö tilraunamódel fyrir íslensku, sem eru frítt aðgengileg.
Hjá Transkribus er hægt að finna fjölda módela til að lesa texta á öðrum tungumálum, t.d. á latínu.
Dæmi um lestur Transkribus á handskrifuðu íslensku skjali. Við lesturinn var notað módel þróað fyrir handskrifaða íslensku á tímanum sem textinn var skrifaður á.
MSHL keypti inneign hjá Transkribus fyrir lestur skjala. Hægt er að sækja um notkun þessarar inneignar fyrir vel skilgreind rannsókna- eða innviðaverkefni.