Sögulegt mann- og bæjatal

Sögulegt mann- og bæjatal (SMB) var búið til með því að tengja mann- og bæjanöfn milli manntala frá 1703 til 1920. Verkefnið var unnið af Pétri Húna Björnssyni hjá ad libitum ehf.

SMB var aðgengilegt í betaútgáfu frá 2022, en kom út í fyrstu útgáfu í janúar 2025. Vefurinn er birtur í samstarfi við Íslenska rafræna rannsóknainniði (IREI).

Forsíða SMB

Í bæjatalinu er hægt að leita að bæjanöfnum í öllum manntölum frá 1703 til 1920.

Leitarviðmót bæjatalsins

Í manntalshluta Sögulega mann- og bæjatalsins er hægt að leita eftir mannanöfnum í einstaka manntölum eða öllum manntölum frá 1703 til 1920 samtímis. Eins er hægt að leita eftir kyni og hjúskaparstöðu eða stöðu á bæ eins og skráð í manntölum.

Leitarmiðmót manntalsins

SMB er rannsóknainnviður sem nýtist í verkefnum sem vinna með sögulegt gögn sem tengjast einstaklingum og stöðum.

Dæmi um verkefni sem nota SMB eru:

  •  Kvennaspor: Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands, sem Emily Lethbridge hjá Árnastofnun leiðir og var styrkt af Rannsóknasjóði 2023. Verkefnið notar SMB sem rannsóknainnvið til að tengja gögnin sem verkefnið byggist á. Sjá nánar um verkefnið hér.
  • Archive Arnamagnæana, sem leitt er af Þórunni Sigurðardóttur hjá Árnastofnun. Verkefnið fékk 200 milljóna styrk frá A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formaal árið 2023. Sjá nánar í frétt hjá Árnastofnun. Í þessu verkefni er SMB meta-innviður, þ.e. hann er notaður til að byggja upp sértækan rannsóknainnvið um íslensk fornbréf. Verkefnið notar líka Transkribus til að tölvulesa handrituð skjöl, en íslensk módel fyrir Transkribus voru þróuð innan MSHL.

Vitvélastofnun Íslands vann tilraunaverkefni fyrir MSHL um sjálfvirkar teningar mannanafna milli manntala. Niðurstaða verkefnisins er tekin saman í skýrslunni Automatic Processing of Icelandic Historical Farm & People Registry 1703 to 1920 sem var birt í september 2024. Niðurstaða verkefnisins var notuð til að bæta dekkun mannanafna í gagnagrunninum.

Tækniskýrsla frá Vitvélastofnun Íslands:

Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.