Sögulegt mann- og bæjatal

Sögulegt mann- og bæjatal (SMB) var búið til með því að tengja mann- og bæjanöfn milli manntala frá 1703 til 1920. Verkefnið var unnið af Pétri Húna Björnssyni hjá ad libitum ehf.

SMB var aðgengilegt í betaútgáfu frá 2022, en kom út í fyrstu útgáfu í janúar 2025. Vefurinn er birtur í samstarfi við Íslenska rafræna rannsóknainniði (IREI).

Forsíða SMB

Í bæjatalinu er hægt að leita að bæjanöfnum í öllum manntölum frá 1703 til 1920.

Leitarviðmót bæjatalsins

Í manntalshluta Sögulega mann- og bæjatalsins er hægt að leita eftir mannanöfnum í einstaka manntölum eða öllum manntölum frá 1703 til 1920 samtímis. Eins er hægt að leita eftir kyni og hjúskaparstöðu eða stöðu á bæ eins og skráð í manntölum.

Leitarmiðmót manntalsins

SMB er rannsóknainnviður sem nýtist í verkefnum sem vinna með sögulegt gögn sem tengjast einstaklingum og stöðum.

Dæmi um verkefni sem nota SMB eru:

Vitvélastofnun Íslands vann tilraunaverkefni fyrir MSHL um sjálfvirkar teningar mannanafna milli manntala. Niðurstaða verkefnisins er tekin saman í skýrslunni Automatic Processing of Icelandic Historical Farm & People Registry 1703 to 1920 sem var birt í september 2024. Niðurstaða verkefnisins var notuð til að bæta dekkun mannanafna í gagnagrunninum.

Tækniskýrsla frá Vitvélastofnun Íslands:

Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.

Lógó - Innviðasjóður
Lógó - rannís