Sarpur – menningarsögulegur gagnabanki

Menningarsögulega gagnasafnið Sarpur veitir aðgang að safneign um 60 safna um allt land. Sarpur hefur verið starfræktur frá 1998 og er nú í sinni þriðju útgáfu. Í dag mætir Sarpur ekki eðlilegum kröfum nútímans um aðgang að gögnum.

Forsíða Sarps

MSHL fékk styrk úr Innviðasjóði til að kaupa og innleiða nýtt skráningakerfi fyrir Sarp. Fyrir valinu varð MuseumPlus frá Zetcom. Vinnu við uppsetningu og yfirfærslu gagna lýkur 2025.

Heimasíða Zetcom

MSHL hefur sótt um styrk til að ljúka uppfærslu Sarps með kaupum á nýju umsýslukerfi (e. Digital Asset Management System), þar sem áhersla verður lögð á aðgengi og vinnslu með gögn til rannsókna.

Álfapotturinn í Sarpi

Hér að ofan má sjá skráningu og aðgengi að Álfapottinum í Sarpi. Einungis er hægt að skoða tvívíðar ljósmyndir með vatnsmerki.

Fyrir neðan er þrívíddarskönnuð útgáfa af sama potti hjá Sketchfab. Í nýjum Sarpi verður hægt að birta 3D myndir, myndbönd, hljóðskrár og fleiri form sem ekki er mögulegt í Sarpi í dag.

Upptaka af  Ársfundi Höfuðsafna og Safnaráðs 23. janúar 2024. 

Kynning Ágústu Kristófersdóttur hefst á mínútu 1:35.

Fréttir og atburðir:

Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.