RÚV

Safn RÚV inniheldur mikið magn af hljóð- og myndupptökum með mikið gildi fyrir rannsóknir. Safnið er aðeins að hluta til í stafrænu formi, en Innviðasjóður styrkti fyrsta tilraunastig í stafvæðingu með því að kaupa þjónustuna frá fyrirtækinu Memnon í Belgíu.

Með styrk Innviðasjóðs var hægt að senda 12.000 spólur með hljóðupptökum frá 1990 til 2005 og láta yfirfæra á stafrænt form. Spólurnar komu aftur í september 2024. RÚV heldur áfram yfirfærslu gagna.

Mynd: RÚV – Ragnar Visage

Á meðan unnið er að lausn aðgengismála sem snerta höfundarétt og persónuvernd er einungis hægt að nálgast gögnin á safni RÚV.

MSHL vinnur að bættu aðgengi að gögnum með virðingu fyrir höfundarétti og persónuvernd.

Safn RÚV er notað til fjölmargra rannsókna, innan hugvísinda og annarra fræðasviða.

  • RÚV er aðili að Almannarómi og eru upptökur RÚV notaðar við þróun máltæknilausna.

Verkefnið er styrkt af Innviðasjóði.