Vefurinn veitir aðgang að fjölda handrita frá ólíkum tímaskeiðum. Elsu handritin eru frá 12. öld en þau yngstu eru skrifuð á pappír á 20. öld.
Grunnurinn geymir samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Arnamagnæanske Samling). Hann inniheldur lýsingar á handritum og myndir.
Efniviður handritanna er fjölbreyttur. Í þeim má m.a. finna sögur, rímur og kvæði, lögbækur, lækningabækur, stjörnuspeki, sendibréf og margt fleira. Hægt er að vafra á síðunni eftir efnisflokkum.