Alþjóðlegt samstarf
MSHL er beinn þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum verkefnum og áætlunum.
- DARIAH: MSHL er aðili að DARIAH í þrjú ár, á meðan er verið að athuga með fulla aðild Íslands að DARIAH-ERIC.
- DHNB: Meðilimir MSHL hafa tekið virkan þátt í samtökunum Digital Humanities in the Nordic and Baltic Countries og miðstöðin hélt árlega ráðstefnu samtakanna í maí 2024.
- Artistic Intelligence: COST net um listrannsóknir, stafrænar aðferðir og gervigreind. Þátttaka í netinu varð til í framhaldi af samstarfi Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands um þróun doktorsnáms í listum og listfræði.
- DACCHE: Verkefni styrkt af INTERREG-NPA áætluninni. Verkefnið snýst um þróun og notkun stafrænna aðferða til að segja sögur og takast á við spurningar um loftlagsbreytingar.
- ANTIDOTE: MSHL leiðir, ásamt námsbraut í miðaldafræði við Háskóla Íslands, evrópskt þjálfunarnet fyrir stafrænar útgáfur handrita. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ KA2 áætluninni (samstarfsverkefni á háskólastigi).
Innlent samstarf
Samstarf meðlimsstofnana MSHL er ein mikilvægasti hluti miðstöðvarinnar.
- Gagnís og MSHL eiga í samstarfi um afmörkun verkefna með áherslu á vistun og aðgengi að gögnum sem verða til í rannsóknum.
- Clarin.is og MSHL eiga í nánu samstarfi, enda málheildir og máltækni hluti af stafrænum hugvísindum.
- Innan MSHL hafa Listasafn Íslands, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands myndað samstarf um þróun doktorsnáms í listum og listfræði með áherslu á stafræna safneign Listasafnsins. Verkefnið er styrkt af Samstarfi háskóla.