Alþjóðlegt samstarf
MSHL er beinn þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum verkefnum og áætlunum.
- DARIAH: MSHL er aðili að DARIAH í þrjú ár, á meðan er verið að athuga með fulla aðild Íslands að DARIAH-ERIC.
- DHNB: Meðilimir MSHL hafa tekið virkan þátt í samtökunum Digital Humanities in the Nordic and Baltic Countries og miðstöðin hélt árlega ráðstefnu samtakanna í maí 2024.
- Artistic Intelligence: COST net um listrannsóknir, stafrænar aðferðir og gervigreind. Þátttaka í netinu varð til í framhaldi af samstarfi Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands um þróun doktorsnáms í listum og listfræði.
- DACCHE: Verkefni styrkt af INTERREG-NPA áætluninni. Verkefnið snýst um þróun og notkun stafrænna aðferða til að segja sögur og takast á við spurningar um loftlagsbreytingar.
- ANTIDOTE: MSHL leiðir, ásamt námsbraut í miðaldafræði við Háskóla Íslands, evrópskt þjálfunarnet fyrir stafrænar útgáfur handrita. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ KA2 áætluninni (samstarfsverkefni á háskólastigi).
Innlent samstarf
Samstarf meðlimsstofnana MSHL er einn mikilvægasti hluti miðstöðvarinnar.
- Gagnís og MSHL eiga í samstarfi um afmörkun verkefna með áherslu á vistun og aðgengi að gögnum sem verða til í rannsóknum.
- Clarin.is og MSHL eru í samstarfi um þróun stafrænna hugvísinda, enda málheildir og máltækni hluti af stafrænum hugvísindum.
- ÍREI (Íslenskir rafrænir innviðir) og MSHL eru í samstarfi um tækniþjónustu og vistun gagnagrunna. Fyrsta útgáfa Sögulega mann- og bæjatalsins er þannig vistuð hjá ÍREI.
- Innan MSHL hafa Listasafn Íslands, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands myndað samstarf um þróun doktorsnáms í listum og listfræði með áherslu á stafræna safneign Listasafnsins. Verkefnið er styrkt af Samstarfi háskóla.
Samstarf háskólanna
MSHL fékk tvo styrki úr áætlun um Samstarf háskóla 2023 og 2024.
- Styrkurinn 2023 var til eftirfarandi verkefna:
- Þróun vefgáttar sem veitir aðgang að gögnum og gagnagrunnum.
- Þróun þjálfunar- og kennsluefnis fyrir stafræn hugvísindi.
- Átak í kynningarmálum um allt land.
- Styrkurinn 2024 var til eftirfarandi verkefna:
- Greining gagna með tilliti til persónuverndarmála til að bæta aðgang.
- Greining gagna með tilliti til höfundaréttar til að bæta aðgang.
- Þróun lýsigagna fyrir gögn um íslenska menningu.
- Aðild Íslands að DARIAH.
Staða verkefna:
- Tveir verkefnastjórar voru ráðnir hjá MSHL í lok árs 2024, m.a. til að sinna þessum verkefnum.
- MSHL fékk Performant Software til að vinna greiningu á gögnum og gagnagrunnum til að undirbúa þróun vefgáttar.
- Vorið 2025 hofst vinna við framleiðslu þjálfunar- og kynningarefnis.
- Vinnuhópar voru skipaðir í janúar 2025 um persónuvernd, hugverkarétt og lýsigögn.
- Erindi var sent í ráðuneytið um aðild Íslands að DARIAH í janúar 2025.
MSHL hefur einnig fengið styrk úr Aldarafmælissjóði Háskóla Íslands
- til að kortleggja stafræn gögn hjá rannsakendum og
- til að þróa vef MSHL til að bæta aðgengi fyrir alla að vefnum og gögnum.