Leggja til gögn

Áður en ákveðið er hvar og hvernig rannsóknargögn eru varðveitt eða deilt, er nauðsynlegt að greina hvort gögn séu „lifandi“ eða „stöðug“ til að ákvarða viðeigandi aðferðir við skráningu, miðlun og ábyrga varðveislu þeirra til lengri tíma.

Lifandi gögn eru gögn eða gagnasöfn sem þróast með tímanum. Slík gögn krefjast geymslu- og miðlunarlausna sem styðja við útgáfustjórnun, samvinnuaðgang og stöðugar uppfærslur.

Stöðug gögn eru fullunnin og stöðug útgáfa gagnasafns sem verður ekki breytt eftir birtingu. Slík gögn eru best varðveitt í áreiðanlegum gagnageymslum.

Viðhald lifandi gagna

IREI – íslenskir rafrænir innviðir (e. Icelandic Research e-Infrastructure)

Markmið IREI, Icelandic Research e-Infrastructure eða íslenskir rafrænir innviðir, er að bjóða íslenskum háskólum og ríkisreknum rannsóknarstofnunum aðgengi að öflugum innviðakjarna sem byggður er á fjórum stoðum. Þær stoðir eru ráðgjöf, varðveisla gagna, miðlun gagna og reikniafl.

Viðfangsefni IREI er smíði á upplýsingatækniinnviðum sem og almennri upplýsingatækniráðgjöf fyrir vísindafólk. Smíði innviðanna er skipt í tvo megin verkfasa: grunnfasa og uppbyggingarfasa.

Í grunnfasa fer fram hönnun og þarfagreining innviða sem og innkaup á þeim búnaði sem innviðirnir byggja á. Fjárfest verður í: HPC (e. High Perfomance Computing, ofurtölvur) vélbúnaði, gagnalausnum, afritunarlausnum, gagnamiðlunarlausnu og eldveggjum.

Í uppbyggingarfasa er ætlunin að innleiða viðbætur sem þarf vegna samþættingar við kerfi utan innviðanna sjálfra, vegna miðlunar gagna og tenginga við innlendar og erlendar skýjalausnir. Haldið verður áfram að fjárfesta í búnaði eins og HPC nóðum, diskum, vélbúnaði og netlausnum.

Hafðu samband: Guðmundur H. Kjærnested, Sviðsstjóri upplýsingatæknimála (ghkjaerne@hi.is)

Að leggja inn stöðug gögn

GAGNÍS – Gagnaþjónusta vísindarannsókna á Íslandi

GAGNÍS (Gagnaþjónusta vísindarannsókna á Íslandi) er opinber þjónustuaðili Samtaka evrópskra gagnavarðveislusafna í félagsvísindum (CESSDA ERIC) á Íslandi. Gagnaþjónustan tekur við og veitir aðgang að gögnum í víðum skilningi. Gögnin eru opin öllum, fræðafólki, nemendum, sérfræðingum, fjölmiðlafólki og almenningi og nýtast í rannsóknum sem spanna vítt svið fræðigreina.

GAGNÍS notar alþjóðlega viðurkennt gagnagrunnskerfi, Dataverse, sem þróað er af Harvard háskóla til að hýsa rannsóknagögn í samræmi við FAIR viðmiðin.

Uppbygging gagnaþjónustunnar er svar við kröfum hins alþjóðlega vísindasamfélags um opin vísindi og miðlun þekkingar sem aflað hefur verið í krafti almannafjár og samræmist HÍ26 stefnu Háskóla Íslands og stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs.

Dataverse gagnagrunnur MSHL

Í Dataverse gagnagrunni MSHL er hægt að varðveita og deila ­gögnum.

Í gagnagrunninum er hægt að:

  • sækja gögn
  • skoða fylgiskjöl sem lýsa hönnun og framkvæmd upprunalegu rannsóknarinnar
  • skoða ítarleg lýsigögn

Flest gagnasöfnin falla undir Creative Commons-notendaleyfi (CC BY-NC-SA 4.0) en það veitir öðrum rétt til að nota, deila og aðlaga gögnin.

Dataverse kerfi MSHL

Hvaða gögn tekur GAGNÍS við?

GAGNÍS veitir aðgang að rannsóknargögnum, þar á meðal efni úr könnunum, viðtölum, prófum og rýnihópum. Gögn geta komið úr öllum fræðigreinum. Sem stendur leggur GAGNÍS áherslu á megindleg gagnasöfn, en í framtíðinni verður einnig hægt að skrá og deila eigindlegum gögnum.

DATICE accepts a wide range of data file formats.

Senda inn gögn til GAGNÍS

Rannsakendur geta sent inn gagnasöfn sín til GAGNÍS með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Gagnaeigendur hafa samband við GAGNÍS og óska eftir að hýsa gögn hjá gagnaþjónustunni með stuttri lýsingu á þeim gögnum sem um ræðir. Innleggjandi tryggir að gagnasafnið sé hreint, fylgi FAIR-viðmiðunum og að öll bein persónuauðkenni hafi verið fjarlægð.
  2. GAGNÍS og gagnaeigendur meta í sameiningu hvort gögnin sem um ræðir séu tilbúin til hýsingar og hvað þurfi mögulega að gera til að svo sé. Ennfremur ákveða gagnaeigendur hvernig aðgangi að gögnunum skuli  háttað.
  3. Gagnaeigendur senda lýsigögn og fylgiskjöl til gagnaþjónustunnar. GAGNÍS fer yfir allar innsendar skrár til að staðfesta að þau uppfylli formkröfur.
  4. Leyfissamningur við GAGNÍS er undirritaður.
  5. GAGNÍS gengur frá gagnasafninu og tengdum skrám og birtir í Dataverse gagnagrunni GAGNÍS. DOI númer er sent til gagnaeigenda.

Hafðu samband
Kjartan Ólafsson, sérfræðingur og gagnastjóri (kolafsson@hi.is)
Katrín Lísa L. Mikaelsdóttir, verkefnisstjóri og gagnahirðir Dataverse MSHL (kll@hi.is)

×