FAIR viðmiðin

Samkvæmt FAIR viðmiðum um umsýslu vísindagagna (e. FAIR Guiding Principles for Scientific Data Management) er gert ráð fyrir að rannsóknagögn séu finnanleg (e. findable), aðgengileg (e. accessible), gagnvirk (e. interoperable) og endurnýtanleg (e. reusable).

FAIR viðmiðin eru ekki strangar reglur heldur rammi sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styður til að hjálpa vísindafólki að deila og varðveita gögn svo að bæði fólk og tölvur geti notað þau. Með því að beita þessum viðmiðum er auðveldara að finna, skilja, deila og endurnýta gögn, en jafnframt er stutt við langtímavarðveislu.

Mikilvægt er að hafa í huga að gögn geta verið í takmörkuðu aðgengi en samt sem áður talist FAIR.

  • Gögn geta verið FAIR en ekki opin, til dæmis þegar aðgangur er takmarkaður vegna friðhelgi einkalífs, siðferðilegra eða lagalegra ástæðna. Hins vegar þarf að skrá lýsigögn og skilyrði fyrir endurnotkun á skýran hátt.
  • Aftur á móti geta opin gögn ekki verið FAIR ef þau skortir nægilega skjölun, lýsigögn eða leyfisupplýsingar til að gera réttan skilning og endurnotkun mögulega.

FAIR viðmiðin

Finnanleg (findable)
Mikilvægt er að gögn séu auðkennd auðveldlega aðgengileg af fólki og tölvum. Hvert gagnasafn á að hafa varanlegt stafrænt auðkenni (t.d. DOI) og vera lýst með lýsigögnum þannig að hægt sé að finna gagnasafnið í alþjóðlegum gagnagáttum og leitarvélum. Lýsigögnin eiga ávallt að vera aðgengileg, jafnvel þótt gögnin sjálf séu takmörkuð.

Aðgengileg (accessible)
Gögn og lýsigögn eiga að hafa skýrt notendaleyfi. Skýr og gagnsæ leyfis- eða aðgangsstefna verður að lýsa notkunarskilmálum. FAIR viðmiðin þýða ekki að öll gögn verði að vera opin. Viðkvæm gögn eða trúnaðargögn mega vera lokuð, að því tilskildu að aðgangsskilyrði séu skjalfest og sýnileg.

Gagnvirk (interoperable)
Gögn eiga að nota þann orðaforða orðaforða sem er almennt viðurkenndur innan viðkomandi fræðasviðs. Lýsigögn þurfa að sýna tengsl milli gagnasafna og nota samræmd auðkenni, þannig að unnt sé að samþætta, miðla og endurnýta gögn milli fræðasviða, stofnana og landa.

Endurnýtanleg (reusable)
Gögnum á að fylgja ítarleg skjölun og upplýsingar um uppruna og skýrir leyfisskilmálar. Gögn skulu vera varðveitt í heild sinni, ekki aðeins sá hluti sem notaður er við útgáfu. Með því að nota viðurkennda staðla og nákvæm lýsigögn er tryggt að aðrir geti túlkað og endurnýtt gögnin í nýju rannsóknarsamhengi.

FAIR í framkvæmd

Rannsakendur eiga að hafa FAIR viðmiðin í huga frá upphafi verkefnisins og tryggja að:

  • gagnasöfn fái varanleg auðkenni (t.d. DOI)
  • lýsigögnin séu opin, jafnvel þótt aðgangur að gögnunum sjálfum sé takmarkaður
  • leyfisskilmálar geri skýrt grein fyrir hverjir megi nota gögnin
  • uppruni gagna sé skráður

Aðstoð og frekari upplýsingar

Gátlisti: Hversu FAIR eru gögnin þín?

GAGNÍS – Gagnaþjónusta vísinda á Íslandi

GOFAIR – Leiðbeiningar Global Open FAIR fyrir fræðafólk og stofnanir um lausnir til að gera gögn finnanleg, aðgengileg, gagnvirk og endurnýtanleg

OpenAIRE – Open Access Infrastructure for Research in Europe

Wilkinson, Dumontier, Aalbersberg o. fl. 2016. „The FAIR Guiding Principles for scientific data management and stewardship“

Leiðbeiningar um FAIR í Horizon 2020

×