Hér að neðan eru upplýsingar um gagnagrunna hjá MSHL og aðildarstofnunum, með upplýsingum um aðgengi. Grunnarnir eru flokkaðir eftir stofnunum sem hýsa þá.
Einnig eru upplýsingar um ýmsa gagnagrunna hjá öðrum en MSHL og aðildarstofnunum.
Textar, þýðingar, útgáfur
Bækur
Á Bækur.is er hægt að skoða og leita að stafrænum endurgerðum gamalla íslenskra bóka.
Handrit
Vefurinn veitir aðgang að fjölda handrita frá ólíkum tímaskeiðum. Elstu handritin eru skinnblöð frá 12. öld en þau yngstu eru skrifuð á pappír á 20. öld.
Viðbót við handrit.is var styrkt af Innviðasjóði.
Tímarit
Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang
að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða
menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum,
Grænlandi og Íslandi.
Íslandskort
Á vefnum eru Íslandskort safnsins aðgengileg ásamt fjölda annara íslandskorta sem eru í eigu annarra aðila.
Þýðingar Íslendinga-sagna
Skránni er ætlað að ná yfir allar þýðingar Íslendingasagna og
þátta, Eddukvæða, biskupasagna, fornaldarsagna, riddarasagna og
konungasagna..
Hljóð- og mynd
Hljóðsafn
Í Hljóðsafninu eru aðgengileg stafræn afrit af útgefnum íslenskum hljóðritum og stafræn afrit af viðtölum úr safni Miðstöðvar munnlegrar sögu.
Ísland á filmu
Gagnagrunnur Kvikmyndasafns Íslands veitir aðgang að íslenskum kvikmyndum frá upphafi, bæði heimildamyndum og öðru efni.
Stafvæðing íslenskra heimildamynda fram til 1935 var styrkt af Innviðasjóði.
Ísmús
Ísmús – íslenskur músík- og menningararfur – er gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er einn helsti vettvangur ljósmyndunar á Íslandi, bæði sem sögusafn og varðveislustaður, sem og á sviði samtíma-ljósmyndunar.
Í safninu eru ljósmyndir frá 1860 til dagsins í dag.
Myndasafn Háskóla Íslands
Myndasafn Háskóla Íslands veitir aðgang að safni ljósmynda sem tengjast starfsemi og byggingum háskólans.
Safn RÚV
Í safni RÚV hægt að kafa ofan í einstakan gagnagrunn af íslensku menningarefni, bæði úr sjónvarpi og útvarpi. Safnið er einungis aðgengilegt hjá RÚV í Efstaleiti.
Unnið er að bættu stafrænu aðgengi sem virðir höfundarétt og persónuvernd.
Listasöfn
Listasafn Íslands
Stafrænar útgáfur af safneign Listasafns Íslands (líka aðgengileg í gegnum sarpur.is). Í safninu eru um 16.000 verk.
Listasafn Háskóla Íslands
Aðgangur að um 1.500 listaverkum, skissum og gögnum um íslenska myndlist.
Sögulegir gagnagrunnar
1703
Gagnagrunnurinn hefur að geyma samtengdar og landfræðilega hnitaðar upplýsingar um íbúa landsins, fjölskyldur, heimili, jarðir og búfé. Upplýsingarnar eru aðallega fengnar úr manntalinu 1703, kvikfjártalinu 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1702–1714.
Dánarbú
Gagnagrunnurinn tekur til dánarbúsuppskrifta, skiptabóka og uppboða sem til eru frá 18. og 19. öld og varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Nokkuð er líka um gögn sem varða eigur lifandi fólks, svo sem vegna hjónaskilnaða og gjaldþrota.
Dóma- og sáttabækur
Í grunninn hefur efni verið skráð úr 717 dóma- og þingbókum sýslumanna og 236 sáttabókum.
Orðabelgur
Orðabelgur er stafrænt orðasafn yfir orð, hugtök og sögulegar stofnanir þar sem gerð er grein fyrir þýðingu orðs sögu hugtaks eða stofnanna. Á þriðja þúsund skýringar eru nú í grunninum.
Skjalaskrár Þjóðskjala-safnsins
Skjalaskrá Þjóðskjalasafns Íslands inniheldur upplýsingar um skráð skjalasöfn sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni. Um 3/4 safnkostsins eru í skránni, sem inniheldur rúmlega 1,2 milljónir færslna.
Sóknar-manntöl
Sóknarmannatöl eru skrár yfir íbúa í kirkjusókn. Eitt af embættisverkum presta var að ferðast árlega, um þá sókn eða sóknir sem þeir þjónuðu, taka manntal, fylgjast með fræðslu barna og uppeldi, hegðun sóknarmanna og guðsorðabókaeign þeirra.
Söguleg Íslandskort
Safn stafrænna mynda af Íslandskortum frá 1545 til 1949. Samtals eru 287 kort í grunninum.
Sögulegt mann- og bæjatal
Gagnagrunnurinn tengir mann- og bæjanöfn milli manntala frá 1703 til 1920. Eins eru tengingar við aðra stafræna gagnagrunna í gegnum mann- og bæjanöfn.
Vefsjár og vefgáttir
Minjavefsjá
Hér má finna gögn yfir skráðar minjar á Íslandi, bæði friðlýstar og aldursfriðaðar fornleifar. Minjarnar eru skráðar samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands. Er um að ræða punkta-, línu- og flákagögn og þeim fylgja upplýsingar um minjarnar (tegund, hlutverk, aldur o.s.frv).
Sarpur
Á þessum vef getur þú flett upp upplýsingum um rúmlega miljón aðföng sem eru í gagnasafninu. Aðföngin eru frá 56 söfnum um allt land.
Innviðasjóður styrkti kaup á nýju skráningarkefi fyrir Sarp. Unnið er að fjármögnun nýs umsýslukerfis. Stefnt er að opnun nýs Sarps 2025.
Vefsafn
Íslenskum vefsíðum og öðrum síðum með íslensku efni er safnað í gagnagrunn sem er hægt að leita í að „sögulegum“ vefsíðum.
Gögn hjá öðrum aðilum
Landmælingar Íslands
Hjá Landmælingum finnst fjöldi kortagrunna og annarra gagna um landfræði, örnefni, loftmyndir og fleira.
Loftmyndir ehf.
Loftmyndir birta kortasjár fjölmargra sveitarfélaga með fjölbreyttum upplýsingum um staðhætti, byggingar, lagnir og fleira. Loftmyndir hafa birt beta útgáfu af 3D korti yfir Ísland.