Heimildarmyndir

Með styrk úr Innviðasjóði vinnur Kvikmyndasafn Íslands nú að stafvæðingu íslenskra heimildarmynda frá 1900 til 1960. Sérstök áhersla er á myndir til 1935, sem eru alls 68. Þær eru í viðkvæmu ástandi.

Myndirnar verða aðgengilegar í gagnabankanum Ísland á filmu.

Alþingishátíðin var haldin á Þingvöllum í lok júní árið 1930 til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun allsherjarþings 930. Myndin var frumsýnd 20. september 1930 ásamt nokkrum styttri myndum.

Verkefnið var styrkt af Innviðasjóði.