DARIAH-IS/CDHA

DARIAH-IS/CDHA er landskrifstofa DARIAH-ERIC (Digital Research Infrastructure for the Arts and Humanities), sem er evrópskur samstarfsvettvangur fyrir stafræna rannsóknarinnviði á sviði hugvísinda og lista. Markmið DARIAH-ERIC er að styðja við stafrænar rannsóknir, kennslu og samstarf innan hugvísinda og lista með því að sameina fræðafólk, verkfæri og gagnasöfn frá mismunandi löndum til að auðvelda þróun og miðlun aðferða.

Ísland varð fullgildur aðili að DARIAH-ERIC 1. júlí 2025.

Markmiðin DARIAH-IS/CDHA eru að:

  • þróa og útbúa kennslu- og þjálfunarefni fyrir rannsóknir í stafrænum hugvísindum og listum
  • þróa stafrænar gagnasafnskerfi og verkfæri til að styðja við stafræn verkefni
  • þjóna sem samstarfsvettvangur allra helstu stofnana sem sinna menningararfi á Íslandi, til að gera stafrænar safneignir aðgengilegar og samhæfðar
  • miðla gögnum og auðlindum og samþætta verkefni CDHA við vettvanga DARIAH-ERIC, svo sem SSH Open Marketplace og DARIAH-Campus

Fulltrúar DARIAH-IS/CDHA:

Fulltrúastofnun: Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
Landstengiliður: Hallgrímur J. Ámundason
Landskrifstofa: Miðstöð stafrænna hugvísinda- og lista
Verkefnisstjóri: Eiríkur Smári Sigurðarson

×