Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista / Centre for Digital Humanities and Arts Fréttabréf / Newsletter Nov 2025
Nýjar leiðbeiningar um meðhöndlun rannsóknagagna og fjölbreytt úrval viðburða
New guides on research data management and a potpourri of events

Fréttir

Nýjar leiðbeiningar um meðhöndlun rannsóknagagna

MSHL hefur birt nýjar leiðbeiningar um meðhöndlun rannsóknagagna. Þessi gögn veita hagnýtar leiðbeiningar um gerð og notkun gagnastjórnunaráætlana, skráningu lýsigagna, sem og ráðleggingar um söfnun, hreinsun, viðhald og vistun rannsóknagagna. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar til að styðja við vísindafólk við meðhöndlun gagna á öllum stigum rannsóknarferlisins og tryggja aðgengi og endurnýtingu gagna.

News

New guides on research data management

CDHA has published new guides on research data management. These resources provide practical guidance on creating and using Data Management Plans (DMPs), the annotation of metadata, as well as recommendations for collecting, cleaning, maintaining, and depositing research data. The guides are intended to support researchers in managing data throughout the research lifecycle and ensuring long-term accessibility and reuse.

Viðburðir á næstunni

Fyrirlestraröð: Síðdegispopp stafrænna hugvísinda

Fyrirlestraröð MSHL, Síðdegispopp stafrænna hugvísinda, heldur áfram með þremur spennandi fyrirlestrum, sem haldnir verða á þriðjudögum kl. 16:30 í Eddu 209 og sýndir verða beint á YouTube rás okkar. Upptökur verða aðgengilegar eftir viðburðunum. Fyrirlestrarnir verða haldnir á ensku og eru ókeypis og opnir öllum.

4. nóvember
Martin Roček (Austurríska vísindaakademían & Karlsháskólinn í Prag): 
Clicks, Curses and Catalogs: UX Design for Digital Humanities

11. nóvember
Emily Lethbridge (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum):
Feminist DH: Data in the Kvennaspor-Project Database

25. nóvember
Katrín Lísa L. Mikaelsdóttir (Miðstöð stafr
ænna hugvísinda og lista): Drawing the Line (and Knowing Where Not to): Why Good Data Presentation Matters

Fyrirlestur Miðaldastofu um notkun gervigreindar á handritum

6. nóvember, kl. 16:30–17:30 í fyrirlestrasal Eddu (E-103)

Martin Roček (Austurríska vísindaakademían & Karlsháskólinn í Prag) kynnir Scribtum, verkfæri sem byggir á sérsniðnu Sem-BERT líkani, á fyrirlestri Miðaldastofu Háskóla Íslands. Verkfærið nýtir gervigreind til að greina draumabækur á latínu og finna textalíkindi sem ná lengra en hefðbundin orðaleit. Fyrirlesturinn verða haldinn á ensku og er öllum opinn.

Vinnustofa: Gervigreind, ritmenning og bókmenntarannsóknir

7. nóvember, kl. 14:00–16:00 í fyrirlestrasal Eddu (E-103)

Með tilkomu spunagreindar, hafa orðið vatnaskil í ritmenningu og hugmyndum um texta, þar með talið bókmenntatexta. Í vinnustofunni fjallar Mads Rosendahl Thomsen fyrst í stað um það hvernig tækni er að breyta stöðu bókmennta í menningu okkar og skilning okkar á því hvað framleiðsla texta felur í sér. Því næst er farið yfir hvernig gervigreind getur nýst sem greiningartól í bókmenntafræðum og stuðlað að því að markmið stafrænnar hugvísinda verði að veruleika. Vinnustofan fer fram á ensku. Eftir vinnustofuna verður móttaka með léttum veitingum.

Rannsóknarinnviðadagur HÍ

12. nóvember, kl. 12:00–15:40 í Hátíðasal

Rannsóknarinnviðadagur HÍ mun að þessu sinni fjalla um rafræna rannsóknarinnviði, alþjóðlegt samstarf og öryggi gagna og rannsókna. Sverker Holmgren forstöðumaður Chalmers e-Commons mun deila af reynslu sinni og sýn og í kjölfarið verður farið yfir stöðu mála á Íslandi. Fundinum lýkur með pallborði. Fundurinn verður á ensku. Fundinum verður streymt og er hann öllum opinn. Skráning: hér.

Fyrirlestur Árna Magnússonar: Åslaug Ommundsen

13. nóvember, kl. 17:00 í fyrirlestrasal Eddu (E-103)

Fyrirlestur Árna Magnússonar heldur að þessu sinni fræðikonan Åslaug Ommundsen, prófessor við Háskólann í Bergen. Fyrirlesturinn ber heitið Parchment and Pixels: Re-examining Written Cultural Heritage og verður fluttur á ensku. Í erindinu fjallar Åslaug um nýjustu rannsóknir á miðaldahandritum þar sem ný tækni úr náttúruvísindum og stafrænum fræðum opnar nýjar leiðir til að greina efni og uppruna handrita.

Námskeið um tímatengda myndlist

13., 20. og 27. nóvember, kl. 17:15–19:00, staðsetning auglýst síðar

Í nóvember verður haldið námskeið um myndlist Steinu Vasulka, brautryðjanda á sviði vídeólistar. Á námskeiðinu verður fjallað um tímatengda miðla á borð við kvikmyndir, myndbönd, hljóð og stafræna tækni, með sérstakri áherslu á sýninguna Steina: Tímaflakk í Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur. Kennslan fer fram á íslensku og ensku. Námskeiðið er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Skráning: hér.

Málþing: Framtíð fyrir fortíðina

27. nóvember, kl. 09:00–16:00, IÐNÓ

Í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska húsverndarársins standa Minjastofnun Íslands og Íslandsdeild ICOMOS fyrir málþinginu „Framtíð fyrir fortíðina“ sem haldið verður í IÐNÓ þann 27. nóvember, kl. 09:00–16:00. Evrópska húsverndarárið 1975 og Amsterdam-yfirlýsingin marka tímamót í sögu húsverndar og baráttu fyrir verndun og uppbyggingu byggingararfsins á Íslandi. Á málþinginu verður sjónum beint að frumkvöðlum í húsvernd á Íslandi, verndun og stuðningi við byggingararfinn, yngri byggingararfi, framtíðarsýn og áskorunum þá og nú. Meðal fyrirlesara eru Anna María Bogadóttir, arkitekt; Vignir Freyr Helgason, arkitekt hjá Riksantikvaren í Noregi; Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá Skipulagsstofnun; Grethe Pontoppidan, arkitekt frá ICOMOS Danmörku; auk nemenda úr BA-námi í arkitektúr við Listaháskóla Íslands.
Nauðsynlegt er að skrá sig þegar nær dregur.

Upcoming Events

Lecture series: Digital Humanities After Hours

The Digital Humanities After Hours lecture series continues this month with three exciting talks, held on Tuesdays at 16:30 in Edda 209 and livestreamed on our YouTube channel. The lectures are free and open to all. Recordings are made available after the events.

4 November
Martin Roček (Austrian Academy of Sciences & Charles University, Prague): Clicks, Curses and Catalogs: UX Design for Digital Humanities

11 November
Emily Lethbridge (Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies): Feminist DH: Data in the Kvennaspor-Project Database

25 November
Katrín Lísa L. Mikaelsdóttir (Centre for Digital Humanities and Arts): Drawing the Line (and Knowing Where Not to): Why Good Data Presentation Matters

Miðaldastofa lecture: Applying Semantic AI to Medieval Dreambooks

6 November, 16:30–17:30, Edda auditorium (E-103)

As part of the Miðaldastofa lecture series, organized by the University of Iceland Centre for Medieval Studies, Martin Roček (Austrian Academy of Sciences & Charles University, Prague) presents Scribtum, a workspace powered by a custom Sem-BERT model. The tool applies semantic AI to analyse medieval Latin dreambooks, identifying textual similarities that go beyond simple word-level comparisons.

Workshop: AI, text culture and literary studies

7 November, 14:00–16:00, Edda auditorium (E-103)

With the arrival of generative artificial intelligence, there is a clear before and after in text culture, which also affects literary studies. In this lecture, Mads Rosendahl Thomsen will address how the technology is and may be changing the conditions for literature and our perception of what text production is. This is followed by an overview of how AI can be used as an analytical tool in literary studies and help to fulfill the ambitions of digital humanities.

UI Research infrastructure day

12 November, 12:00–15:40, UI Ceremonial Hall

The UI Research infrastructure day will be focused on e-infrastructure, international collaboration, and data and research security. Sverker Holmgren, director of Chalmers e-commons, will share his experience and views, followed by inputs giving the Icelandic perspectives. The meeting will conclude with a panel discussion. The event will be streamed and is open to everyone. Registration: here.

Árni Magnússon lecture: Åslaug Ommundsen

13 November, 17:00, Edda auditorium (E-103)

Åslaug Ommundsen, professor at the University of Bergen, will give a lecture entitled Parchment and Pixels: Re-examining Written Cultural Heritage. In the talk, Ommundsen presents her latest research on medieval manuscripts, combining new technologies from the natural and digital sciences to open up new ways to analyze the content and origin of medieval manuscripts.

Course on digital art

13, 20 and 27 November, 17:15–19:00, location TBA

This November, a course will be held on the art of Steina Vasulki, a pioneer in the field of video art. The course will discuss time-related media such as film, video, sound and digital technology, with a special emphasis on the exhibition Steina: Tímaflakk at the National Gallery of Iceland and the Reykjavík Art Museum. The course is a collaborative project between the National Gallery of Iceland, the Reykjavík Art Museum and the Iceland Academy of the Arts and will be taught in Icelandic and English. Registration: here.

Symposium: A Future for the Past

27 November, 09:00–16:00, IÐNÓ

On the occasion of the 50th anniversary of the European Architectural Heritage Year, the Cultural Heritage Agency of Iceland and the Icelandic National Committee of ICOMOS will host the symposium “A Future for the Past”, to be held at IÐNÓ on 27 November, 09:00–16:00. The European Architectural Heritage Year of 1975 and the Amsterdam Declaration mark a turning point in the history of architectural conservation and the movement for the preservation and revitalization of the built heritage in Iceland. The symposium will highlight pioneers in Icelandic heritage conservation, preservation and support for architectural heritage, the younger built heritage, as well as future visions and challenges then and now.
Sign-up will be required closer to the event.

Ráðstefnuköll

DH Benelux 2026 – „Digital Storytelling“

Kall eftir ágripum er opið fyrir 13. ráðstefnu Digital Humanities Benelux, „Digital Storytelling“, sem haldin verður 2.–5. júní 2026 við Maastricht-háskóla. Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvernig stafrænar aðferðir, verkfæri og rannsóknarhefðir eru að móta nýja möguleika til að skapa, greina, varðveita og miðla sögum þvert á fræðigreinar, menningarheima og tíma.
Umsóknarfrestur: 1. desember.

DH2026 – „Engagement“

Alliance of Digital Humanities Organizations (ADHO) býður upp á innsendingar fyrir árlega ráðstefnu sína, DH2026, sem haldin verður í Daejeon, Suður-Kóreu, 27.–31. júlí 2026.
Umsóknarfrestur: 8. desember.

Open Calls

DH Benelux 2026 – “Digital Storytelling”

The Call for Papers is open for the 13th Digital Humanities Benelux Conference, “Digital Storytelling”, taking place 2–5 June 2026 at Maastricht University. The conference aims to examine how digital tools, approaches, and methodologies are reshaping the ways we create, analyse, preserve, and share stories across disciplines, cultures, and time.
Application deadline: 1 December.

DH2026 – “Engagement”

The Alliance of Digital Humanities Organizations (ADHO) invites submissions for its annual conference, DH2026, to be held in Daejeon, South Korea, from July 27 to 31, 2026.
Application deadline: 8 December.

linkedin  instagram  bluesky 
Unsubscribe
Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista